Í dag, laugardaginn 2. september, gera stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna sér ferð til Ólafsvíkur þar sem þær mæta Víkingi Ó í 17. umferð 1. deildar kvenna. Leikurinn hefst kl. 14:00.
Víkingsstelpur hafa ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en eiga þó enn veika von á að bjarga sér frá falli, þurfa þá að vinna báða leikina sem þær eiga eftir og vinna upp 8 marka mun, sem verður að teljast nokkuð ólíklegt þar sem þær hafa aðeins skorað 10 mörk í 16 leikjum í sumar.
Skagastelpur eiga að sama skapi möguleika á að lyfta sér upp í 4. sæti deildarinnar með sigri í tveimur síðustu leikjunum, en þá þurfa úrslit annarra leikja einnig að vera okkur í vil.
Aðeins eru til fjórir skráðir leikir á milli félaganna og hafa Skagastúlkur unnið sannfærandi sigra í þeim öllum, markatalan er samanlagt 30-5.
Við vonum að okkar stúlkur haldi uppteknum hætti í dag og tryggi sér jákvæð úrslit.
Áfram ÍA