Í kvöld, mánudaginn 8. maí, tekur meistaraflokkur karla á móti Val í öðrum leik liðanna í Pepsideildinni. HB Grandi er aðalstyrktaraðili leiksins.
Deildin hefur farið fjörlega af stað í sumar, en skoruð hafa verið 27 mörk í þeim 8 leikjum sem eru búnir. Af þeim hafa ÍA og Valur skorað 2 mörk hvort lið.
Þegar horft er til innbyrðis viðureigna félaganna hallar töluvert á okkar menn, en Skagamenn hafa aðeins unnið 2 leiki af síðustu 11 gegn Val. Það er samt sem áður engin sérstök ástæða til svartsýni þar sem þessir sigurleikir eru heimaleikirnir í Pepsideildinni síðustu tvö ár. Hver man til dæmis ekki eftir þessu skemmtilega sigurmarki: Arnar Már gegn Val 2015
Að vanda verður maður leiksins valinn og að þessu sinni hlýtur hann að launum gjafabréf út að borða fyrir tvo á veitingastaðnum UNO
Við hvetjum alla Skagamenn til að fjölmenna á Norðurálsvöllinn og styðja strákana til sigurs.
Áfram ÍA