Í kvöld, kl. 18:00, tekur meistaraflokkur kvenna á móti Þrótti í 1. deildinni. Skagastúlkur sitja fyrir leikinn í 6. sæti en Þróttarar í 2. sætinu.
Á síðustu 10 árum eru skráðir samtals 11 leikir á milli félaganna. Skagastúlkur hafa unnið fjóra, Þróttur sex og aðeins einu sinn hafa liðin skilið jöfn.
Þetta verður hörkuleikur og frábær leið til að byrja helgina. Það verða að sjálfsögðu kaffiveitingar í hálfleik og happdrættið til styrktar stelpunum á sínum stað.
Allir á völlinn og áfram ÍA!