Landsmótið er fjögurra daga íþróttaveisla sem haldin er á Sauðárkróki 12. – 15. júlí 2018. Íþróttir og hreyfing eru í aðalhlutverki á daginn. Á kvöldin verður skemmtun og samvera í góðum félagsskap allsráðandi.
Allir 18 ára og eldri geta skráð sig. Þurfa ekki að vera íþróttafélagi.
Að sjálfsögðu verður allt í boði fyrir alla yngri en 18 ára.
Landsmótið er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Landsmótið er tilvalinn vettvangur fyrir fjölskylduna, starfsmannahópa, stórfjölskylduna, saumaklúbbinn og alla sem vilja skemmta sér saman.
Þátttakendur á Landsmótinu geta keppt í eða prófað næstum því 40 greinar.
Kepptu – Láttu vaða og prófaðu – Leiktu þér – Skemmtu þér.
Þú setur saman þitt eigið Landsmót.
Skráning hefst 1. apríl á www. landsmotid.is.
Verð 4.900 kr. til 15. júní.
Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/2079234949012700/