ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Landsmót UMFÍ á Selfossi-Stærsta íþróttamót ársins

Landsmót UMFÍ á Selfossi-Stærsta íþróttamót ársins

16/06/13

#2D2D33

Búið er að opna fyrir skráningar á Landsmótið sem haldið verður á Selfossi helgina 4-7 júlí nk. Nú þegar hefur skráð sig sveit í skotfimi,einnig keppendur í lyftingum,stafsetningu og starfshlaupi svo eitthvað sé nefnt. Við viljum hvetja alla Skagamenn og nærsveitunga til að taka þátt og skrá sig. Mikil flóra er af keppnisgreinum og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. M.a er keppt í starfsgreinum,pönnukökubakstri,dráttarvélaakstri,leggja á borð,plöntugreiningu og margt fleira.
Allt besta frjálsíþróttafólk landsing mætir,og verður spennandi að sjá hve mörg met falla. Fyrirmyndaraðstaða er á Selfossi bæði fyrir keppendur og fjölskyldufólk. Allar nánari upplýsingar eru á www.umfi.is/landsmót

Segja má að Landsmótin stóru sem eru haldin á 4 ára fresti séu nokkurs konar “ólympíuleikar” okkar Íslendinga. Síðasta mót var haldið á Akureyri 2009 og var þá umtalað hve stemmingin var góð og bankahrun og hremmingar voru víðsfjarri þáttakendum. Þar sást hve ungmennafélagsandinn er dýrmætur. Gleðin skein úr hverju andliti.

Stjórnarmenn USK hjálpa góðfúslega við skráningar og einnig er hægt að hringja á þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni 5682929. Áfram USK og ÍA. Íslandi allt !

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content