Það eru nokkrir ungir iðkendur hjá Knattspyrnufélagi ÍA sem munu taka þátt í æfingum yngri landsliðanna nú í desember.
Sigrún Eva Sigurðardóttir hefur verið boðuð á æfingar U16 ára landsliðs kvenna helgina 16. -17. desember.
Oliver Stefánsson hefur verið valinn á æfingar U16 ára landsliðs karla 27.-28. desember.
Brynjar Snær Pálsson hefur verið valinn á æfingar U17 ára landsliðs karla 27.-28. desember.
Nýjasti leikmaður félagsins, Bjarki Steinn Bjarkason, hefur verið valinn á æfingar U18 ára landsliðs karla 28.-29. desember.
Við óskum öllum þessum ungu leikmennum til hamingju með valið og verkefnin framundan.