ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Landsbankamótaröðin og Frumherjabikarinn framundan í mótahaldi GL

Landsbankamótaröðin og Frumherjabikarinn framundan í mótahaldi GL

08/05/17

#2D2D33

Landsbankamótaröðin hefst miðvikudaginn 10. maí n.k. og verður með samskonar sniði og undanfarin ár þar sem hægt er að skrá sig á rástíma hvenær sem er dagsins eða á frátekna rástíma frá kl. 16 – 18.

Leikfyrirkomulag er 18 holu punktakeppni með forgjöf, hámarksforgjöf karlar 24 og 36 konur. 3 bestu mótin af 6 gilda til þess að komast í úrslitamótið. Keppt er í karla og kvennaflokki og komast 16 efstu karlarnir í úrslit og 4 efstu konurnar. Veitt verða verðlaun fyrir efsta sætið í hverju móti og 3 efstu sætin í hvorum flokki í úrslitamótinu.

Frumherjabikarinn verður haldinn laugardaginn 13. maí n.k. og ræst út frá kl. 8 – 12.

Leikfyrirkomulagið er 18 holu höggleikur með forgjöf og að honum loknum fara 32 eða 16 efstu kylfingarnir áfram í holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi. Ef 32 eða fleiri keppa í mótinu fara 32 í úrslit annars 16 ef færri en 32 klára leik. Holukeppnin er spiluð frá 14. maí til og með miðjum júní og verða upplýsingar sendar kylfingum þegar mótanefnd hefur raðað leikjum niður hverju sinni.

Skráning í mótin er á golf.is

Edit Content
Edit Content
Edit Content