Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, sópransöngkona og Birgir Þórisson, píanóleikari í samstarfi við Samflot ÍA og Akraneskaupstað bjóða bæjarbúum upp á rólega og endurnærandi tónleika við kertaljós í Bjarnalaug miðvikudaginn 2.nóvember kl 20:30. Í boði verður 40 mínútna prógramm með dagskrá úr ýmsum áttum. Má þar nefna dægurlög, íslensk sönglög og söngleikjatónlist.
Bæði er hægt að koma ofaní laugina, prófa búnað samflots eða hafa það kósý upp á bakkanum. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.