Hlaupið laugardaginn 4. júní kl: 10:30
Hlaupið frá Akratorgi, Zumba upphitun er fyrir hlaup og léttar veitingar að loknu hlaupi.
Forsala í Íþróttamiðstöðinni og morguninn fyrir hlaup á Akratorgi.
Þátttökugjald kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri – kr. 1.000 fyrir 12 ára og yngri (bolur fylgir þátttökugjaldi.
Hlaupaleiðir (Ræst á Akratorgi)
2 km: Hlaupið niður Kirkjubraut, beygt til vinstri á Stillholti, hlaupið upp Vesturgötu, beygt inná Skólabraut og endað aftur á Akratorgi.
5 km: Hlaupið niður Kirkjubraut, beygt til hægri á Stillholti, hlaupið upp Garðabraut, beygt inn á Vikurbraut, hlaupið niður Garðagrund og meðfram Esjubraut, hlaupið upp Vesturgötu, beygt inná Skólabraut og endað aftur á Akratorgi.