Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá var haldið á Akranesi þann 11. september s.l. Þátttakendur fengu mjög flott veður til hlaupsins, en veðurspá hafði ekki verið góð fyrir daginn.
Um 20 konur – stúlkur tóku þátt að þessu sinni.
3.fl. kvenna í knattspyrnu tóku stóran þátt í umgjörð hlaupsins og sáu til þess að allir færu réttar leiðir með dyggri stýringu Áslaugar Ákadóttur.
Hlaupnar voru tvær vegalengdir 2 km. og 5. km. Allir hlauparar fengu drykkinn Topp eftir hlaup sem var dreift um torgið.