ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar sumarið 2018

Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar sumarið 2018

24/05/18

#2D2D33

Í sumar verður starfræktur Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar fyrir börn fædd 2006 – 2012. Skólastjóri verður Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari mfl.kvenna, þjálfari 2.fl.kv og þjálfari 6.fl.kv. Auk þeirra munu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna kíkja í heimsókn.

Alls verða sex vikur í boði í sumar og eru það eftirfarandi vikur:

  • 1. vika: 11. – 15. júní
  • 2. vika: 18. – 22. júní
  • 3. vika: 25. – 29. júlí
  • 4. vika: 02. – 06. júlí
  • 5. vika: 07. – 10. ágúst
  • 6. vika: 13. – 17. ágúst

Knattspyrnuskólinn verður kl. 13:00 – 15:00 virka daga og á föstudögum endar vikan með grilli og glaðningi. 

Verðskrá

Þátttökugjald á námskeiðunum eru sem hér segir:

  • 1 vika: 6.500 kr.
  • Aukavika: 5.000 kr.
  • Allar vikurnar: 24.900 kr.

Skráning og greiðslufyrirkomulag

Skráning í Knattspyrnuskólann er í Nóra(sjá hnapp) og á skrifstofu KFÍA frá kl. 10:00 – 12:00 eða í síma 433-1109. Vinsamlegast getið þess í athugasemd við skráningu hvaða vikurverða fyrir valinu.

Smelltu hér til að skrá barn í knattspyrnuskólann

Námskeiðsgjöld þarf að greiða áður en námskeiðið hefst.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content