Skráning er hafin í knattspyrnuskóla ÍA og Krónunnar sumarið 2017.
Í sumar verður skólinn starfræktur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára (fædd 2005-2011).
Skólastjórar verða Aldís Ylfa Heimisdóttir, þjálfari 6.flokks kvenna og 8. flokks karla og kvenna og Albert Hafsteinsson, leikmaður meistaraflokks karla. Auk þess munu leikmenn meistaraflokkanna kíkja í heimsókn.
Eftirfarandi námskeið verða í boði:
- vika – 6.-9. júní*
- vika – 12.-16. júní
- vika – 3.-7. júlí
- vika – 10.-14. júlí
- vika – 17.-21. júlí
- vika – 14.-18. ágúst
Æfingar knattspyrnuskólans verða kl. 13-15 virka daga og á föstudgöum endar vikan með grilli og glaðningi.
Skráning í Knattspyrnuskólann er í Nóra: https://ia.felog.is/ og á skrifstofu KFÍA frá kl. 10-12 eða í síma 433-1109. Vinsamlegast getið þess í athugasemd við skráningu hvaða vikur verða fyrir valinu.
Námskeiðsgjöld þarf að greiða áður en námskeiðið hefst
Ein vika: 5.000 kr.
Tvær vikur: 8.500 kr.
Þrjár vikur: 10.500 kr.
Fjórar vikur: 12.500 kr.
Fimm vikur: 14.500 kr.
Sex vikur: 16.500 kr.
* Athugið að fyrsta námskeiðsvikan er styttri en hinar vikurnar, þar sem mánudagurinn 5. júní er frídagur.