HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Klifurhittingur á írskum dögum

Klifurhittingur á írskum dögum

29/06/18

#2D2D33

Í tilefni af Írskum dögum á Akranesi standa Klifurfélag ÍA og Smiðjuloftið fyrir klifurhittingi fyrir óvana og byrjendur, laugardaginn 6. júlí. Hugmyndin er fyrst og fremst að fólk sem hefur gaman af því að reyna á sig hittist og skemmti sér saman.

Klifraðar verða fjórar leiðir í ofanvaði (öryggislínu) á línuvegg Smiðjuloftsins og reyna klifrarar að klára leiðirnar á sem stystum tíma en þetta form klifurs ætti að henta byrjendum í góðu formi vel.

Aldurstakmark er 18 ár og þátttökugjald 1000kr (búnaður og skór innifalið).

Keppt verður í kvenna- og karlaflokki og hljóta sigurvegarar vegleg klifurverðlaun.

Auk þess verður hægt að spreyta sig á ýmsum klifurþrautum á meðan á móti stendur.

Skráning hjá smidjuloftid@smidjuloftid.is, eða á staðnum.

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða langar að vita meira þá endilega hafið samband við smidjuloftid@smidjuloftid.is .

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content