ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

klifur

Klifurfélag ÍA

Klifurfélag ÍA (kt 510615 – 1900) er stofnað 25. febrúar 2015 af Þórði Sævarssyni og fékk inngöngu í Íþróttabandalag ÍA á ársfundi íþróttabandalagsins vorið 2016.

Markmið félagsins er að kynna og kenna klifuríþróttina og bæta aðstöðu til klifur iðkunar á Akranesi. Iðkendur félagsins taka þátt á klifurmótum undir merkjum ÍA.

Æfingar fara fram í húsnæði Klifurfélagsins að Smiðjuvöllum, og utandyra í næsta nágrenni við Akranes, þá oftast í Akrafjalli. Einnig skipuleggur félagið æfingaferðir til annara klifurfélaga og á önnur klifurvæði á Íslandi.

Þjálfari

Þórður Sævarsson og Kristín Halldórsdóttir

Æfingagjöld og skráning

Skráning og innheimta æfingagjalda er á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/ia

Boðið er uppá greiðslu með kreditkorti eða að fá greiðsluseðil í netbanka.

Veitur er 10% systkinafsláttur af heildur æfingagjöldum systkina og reiknast hann sjálfkrafa í Sportabler.

Greiðsla æfingagjalda – Reglur

  1. Gengið er frá greiðslum og skráningu í gegnum skráningarvefinn https://www.sportabler.com/shop/ia. Hægt er að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðli og kostar hver seðill 290 kr. Hægt er að skipta greiðslum á kreditkorti í allt að þrjá hluta.
  2. Allir ógreiddir greiðsluseðlar fara í gegnum innheimtuferli gegnum Motus með tilheyrandi kostnaði.
  3. Hægt er að nýta tómstundaframlag Akraness til lækkunar á æfingagjöldum, hjá hópum sem æfa yfir lengra tímabil en 70 daga.
  4. Upplýsingar í samband við greiðslur og skráningu má senda á klifur@ia.is .
  5. Veittur er 10% fjölskylduafsláttur og reiknast hann af heildarverði æfingagjalda
  6. Æfingagjöld greiðast áður en iðkandi hefur æfingar hjá Klifurfélagi ÍA. Athugið að hægt er að greiða fyrir staka prufutíma fyrstu tvær vikur annar.
  7. Ef iðkandi hefur verið skráður en forráðamaður sér fram á að iðkandi vilji hætta æfingum er hægt að senda tölvupóst á klifur@ia.is innan tveggja vikna frá upphafi annar og barn verður afskráð. Æfingagjöld og tómstundaframlag verða bakfærð í iðkendakerfi. Eftir þann tíma, þ.e. viku frá upphafi annar, eru æfingagjöld ekki endurgreidd, nema vegna veikinda, meiðsla. Þá þarf að skila inn læknisvottorði til þjálfara/stjórnar Klifurfélags ÍA. Ef ekki er gengið frá æfingagjöldum áskilur Klifurfélag ÍA sér rétt til að setja æfingagjöldin á einn greiðsluseðil og bætast þá við seðilgjald og/eða  annar umsýslukostnaður ef bakfæra þarf reikninginn.
Engar upplýsingar fundust
1. grein

Félagið skal heita Klifurfélag ÍA.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content