ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Keppni í 2.deild í blaki hafin

Keppni í 2.deild í blaki hafin

19/10/09

#2D2D33

Bresi lék fyrsta leik sinn á Íslandsmótinu s.l. laugardag. Leikurinn var við Þrótt og fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Ekki gekk Bresakonum nógu vel að þessu sinnni og fór leikurinn 3:1 fyri Þrótt. (25-12, 23-25, 25-14, 25-18). Með Þrótti lék fyrverandi landsliðskona frá Georgíu og áttu Bresakonur erfitt með að sjá við laumum hennar. Spilaði hún lítið í 2. hrinu en þá komust Bresakonur í 18:8 áður en hún kom inn á.
Lið Bresa skipuð eftirfarandi leikmenn: Anna Bjarnadóttir, Anna Lárusdóttir, Erna Sigurðardóttir, Hallbera Jóhannesdóttir, Ingunn Sveinsdóttir, Jóna Olsen, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir.
Næsti leikur Bresa er við Aftureldingu og fer sá leikur fram í Mosfellsbæ sunnudaginn 25. október.

Edit Content
Edit Content
Edit Content