ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Kári – Lumman: 5-0

Kári – Lumman: 5-0

21/05/14

#2D2D33

Káramenn mættu Lummunni í Akraneshöll í kvöld, en búast mátti við hörkuleik þar sem Lumman inniheldur nokkra sterka leikmenn sem hafa spilað í efstu deildum. Það var þó ljóst á fyrstu mínútum leiksins að Káramenn væru með mun sterkara lið og augljós munur á formi liðana. Káramenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, stjórnuðu leiknum og áttu fullt af mjög góðum færum og var hálf ótrúlegt að liðið næði ekki að skora á upphafskafla leiksins. Leikmenn Lummunnar hresstust aðeins þegar leið á fyrri hálfleikinn en það gerðist ekki fyrr en eftir að þeir urðu að gera taktístka breytingu á leik liðsins til að stöðva þá Hákon Inga og Atla Alberts sem sprengdu bakvörð liðisins strax í upphafi leiks með því að fara trekk í trekk upp hægri kantinn. Eftirminnilegasta færið var þó skot Hafþórs Péturssonar sem tók boltann og hamraði hann efst í innanverða stöngina með vinstri af um 25 metra færi. Fyrsta mark leiksins kom svo á 33 mínútu eftir fast leikatriði, en þá stökk Ragnar Már Viktorsson manna hæðst í teignum og skallaði boltann örugglega framhjá markverði Lummunnar og staðan sanngjörn 1-0 fyrir Káramenn. Þrátt fyrir mikinn sóknarþunga náðu Káramenn ekki að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik og staðan í leikhlé 1-0 fyrir Kára.Seinni hálfleikur var nokkuð frábrugðinn þeim fyrri, Káramenn voru þó áfram með yfirburðarstöðu á vellinum en voru óþolinmóðari í að halda boltanum en í þeim fyrri og kostaði það að liðið missti oftar boltann og fleiri sendingar misheppnuðust. Á móti áttu Káramenn fleiri sóknartilburði og leikmenn Lummunnar þreyttust meira. Á 55 mínútu skilaði góð sókn Káramanna marki, en þá komst Arnar Freyr Sigurðsson einn í gegnum vörn Lummunnar og þegar markvörðurinn var kominn ofan í hann lagði hann boltann út til hægri þar sem Atli Alberts kom á sprettinum og hamraði boltann í netið. Káramenn héldu áfram að sækja af fullum krafti en Lumman átti inn á milli ágætis færi, en fá voru þau. Á 72 mínútu kom svo þriðja mark Káramanna, en þá kom sending inn fyrir vörn Lummunnar á Hákon Inga sem var rangstæður en lét boltann fara og hljóp til baka, en Magnús Þór dómari leiksins dæmdi ekki rangstöðu þar sem Hákon var að hlaupa úr rangstöðu þegar sendingin var gerð, en í staðinn kom Atli Albert á fleygiferð inn fyrir vörnina og hirti boltann á meðan leikmenn Lummunnar horfðu bara á, Atli sendi hann svo inn á Valgeir Daða Valgeirsson sem var aleinn gegn opnu marki og átti í engum vandræðum með að klára færið. Lummumenn mótmæltu þessu án árangurs og staðan orðin 3-0 fyrir Káramenn. Káramenn voru þó hvergi hættir og á 82 mínútu kom laglegasta mark leiksins, en þá vippaði Páll Sindri Einarsson boltanum laglega inn fyrir vörn Lummunnar á frænda sinn Hauk Atla Hjálmarsson sem tók laglegt hlaup inn fyrir varnarlínu þeirra og vippaði fallega yfir markvörðinn og staðan orðin 4-0. Káramenn enduðu svo á að fá eitt mark í lokinn frá Lummunni, en leikmaður Lummunnar sem var í kapphlaupi við Valgeir Valgeirs renndi sér á undan honum í boltann en var samt full seinn þar sem hann sendi boltann beint í eigið net innan markteigs, þar við sat og Kári vann öruggan 5-0 sigur gegn Lummunni. Káramenn sýndu flottann leik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk gegn Lummunni og ljóst að liðið byrjar gríðarlega sterkt á heimavelli í deildinni og þrátt fyrir að fá á sig 5 mörk var markvörður Lummunnar þeirra besti maður í dag og sýnir það augljósa yfirburði Kára í leiknum. Káramenn mæta næst liði Snæfells fimmtudaginn 29.maí í Akraneshöll klukkan 20:00 og það væri mjög gaman að sjá jafn marga eða fleiri mæta á þann leik, en mætingin á leikinn var til mikillar fyrirmyndar og þakkar Kári góðan stuðning af pöllunum.

Áfram Kári

Edit Content
Edit Content
Edit Content