Káramenn mæta 1.deildarliði KV á morgun þriðjudag í Bikarkeppni KSÍ.Búast má við hörkuleik í Akraneshöll á morgun þegar Sigurður Jónsson mætir með ungt og ferskt Káralið gegn sterku liði KV. Kári sem nú nýlega gerði samning við ÍA um samstarf félagana mun tefla fram nokkrum af sterkustu leikmönnum 2.flokks ÍA í bland við leikmenn Kára.
Mikið hefur gengið í félagaskiptum milli félagana í dag, en 8 félagaskipti hafa gengið í gegn í dag, 7 úr 2.flokki ÍA og 1 úr meistaraflokki ÍA.Eftirfarandi leikmenn verða klárir með Káramönnum í leiknum á morgun:Atli Albertsson – Mfl. ÍADagur Alexandersson – 2.fl. ÍAHákon Ingi Einarsson- 2.fl. ÍAArnar Freyr Sigurðsson – 2.fl. ÍASverrir Mar Smárason – 2.fl. ÍAGuðlaugur Þór Brandsson – 2.fl. ÍAMarinó Hilmar Ásgeirsson – 2.fl. ÍAHafþór Pétursson – 2.fl. ÍA
Það er ljóst að þessir strákar munu styrkja Káraliðið verulega í næstu leikjum og fá þeir í leiðinni frábært tækifæri á að spila leiki í Meistaraflokki og á morgun fá þessir framtíðarmenn ÍA frábæran séns á að sanna sig gegn liði sem er í sömu deild og ÍA.
Það verður því spennandi að fylgjast með þessari frumraun Sigga Jóns og samstarfi Kára við ÍA á morgun í Akraneshöll klukkan 18:00 og hvet ég sem flesta að mæta á svæðið og styðja Káramenn gegn KV.
Káramenn munu spila með sorgarbönd til heiðurs Helga Daníelssyni heiðursfélaga Kára í leiknum, en fyrr um daginn munum við kveðja þennan mikla meistara en útför hans fer fram í Akraneskirkju klukkan 14:00.
Áfram Kári.