ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Kári – KV: 0-4

Kári – KV: 0-4

13/05/14

#2D2D33

Káramenn tóku á móti 1.deildarliði KV í Akraneshöll í kvöld í Bikarkeppni KSÍ. Þrátt fyrir að Káramenn séu að spila í 4.deild en KV í 1.deild að þá var ekki stór munur á liðunum. Káramenn byrjuðu leikinn af krafti og komu KV líklega á óvart en Kári átti 2 ágætis skallafæri í upphafði leiks en báðir boltar enduðu yfir marki KV. Lið KV vann sig meira inn í leikinn þegar á leið fyrri hálfleikinn og á 24 mínútu náðu þeir að setja fyrsta mark leiksins en Vignir Daníel náði þá að vinna boltann eftir mikinn darraðadans í teignum og hamra hann út við fjærstöng af stuttu færi. KV náðu undirtökum í leiknum eftir markið og á 37 mínútu náðu þeir að skora annað mark sitt í leiknum, en það var eftir klaufagang í vörn Káramanna en Garðar Ingi leikmaður KV nýtti vel mistökin og kom þeim í þægilega stöðu fyrir leikhlé 0-2. Seinni hálfleikur var ekkert ólíkur þeim fyrri, ágætis jafnræði var á með liðunum en KV voru öflugari framá við. Á 60 mínútu náðu KV menn að gera út um leikinn er þeir settu þriðja markið sitt en Magnús Bernhard nýtti fékk þá sendinginu inn í teiginn og fékk full mikinn tíma til að klára færið 0-3. Káramenn sóttu í sig veðrið eftir þetta og fengu þeir nokkur mjög góð færi, Ragnar Þór Gunnars fékk fínt færi þegar hann fékk boltann út í teiginn en skot hans endaði í varnarmanni KV. Salvar Georgs komst svo einn gegn markverði KV en náði ekki góðu skoti að marki og markvörður KV greip boltann nokkuð auðveldlega. Leó Daðason var svo óheppinn að brjóta ekki ísinn fyrir Káramenn seint í leiknum þegar gott skot hans fór í þverslá KV manna. Eftir þetta fína sóknarspil Káramann náðu KV menn svo flottri sókn upp kantinn þar sem Jón Reynir fékk boltann inn fyrir vörn Kára og kláraði færið af miklu öryggi og staðan orðin 0-4. Baldur Kjartansson átti svo undir lok leiks flott skot að marki KV sem endaði í innanverðri stönginn og þar við sat KV vann sanngjarnan sigur á Kára 0-4 en mesti munur liðanna var að KV nýtti færin sín mjög vel en Káramenn ekki. Káramenn börðust vel og lengi í leiknum og gáfu KV mönnum lítið eftir þrátt fyrir öruggan sigur þeirra í leiknum. Það verður spennandi að sjá þetta lið í 4.deildinni í sumar en næsti leikur Kára verður miðvikudaginn 21.maí gegn nýstofnuðu liði Lummunar.Káramenn spiluðu með sorgarbönd í leiknum til heiðurs Helga Daníelssyni heiðursfélaga Kára sem var jarðsettur í dag.Káramenn vilja þakka þeim sem mættu fyrir komuna á leikinn og vonandi verður góð mæting á leiki liðsins í sumar.Áfram Kári

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content