Knattspyrnufélagið Kári hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 2011, en félagið heldur úti metnaðarfullu liði í meistaraflokki karla sem hefur verið í stöðugri sókn síðustu ár. Tilgangur félagsins er að vera til staðar fyrir þá drengi og menn sem vilja stunda knattspyrnu hér á Akranesi í metnaðarfullum og skemmtilegum hópi.
Félagið er í góðu samstarfið við Knattspyrnufélag ÍA varðandi unga og efnilega leikmenn og frá árinu 2014 hefur stór hópur ungra og efnilegra leikmanna á 2.flokks aldri æft og spilað með félaginu og þannig öðlast mikla og góða reynslu af meistaraflokksfótbolta. Félagið hefur síðustu ár verið með iðkenndur og keppendur allt frá 16 ára aldri og upp úr. Félagið er opið öllum þeim sem hafa getu og metnað til að vinna fyrir félagið.