ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Kári – Hörður: 6-1

Kári – Hörður: 6-1

30/06/14

#2D2D33

Káramenn tóku á móti Herði frá Ísafirði í Akraneshöll í gær.Fyrir leikinn voruð bæði lið með 10 stig, en Hörður með 2 leikjum fleiri, en með sannfærandi sigri gátu Káramenn endurheimt toppsætið.Káramenn mættu ferskir til leiks og sóttu af miklum krafti fyrsta korterið og fengu nokkur mjög góð færi sem ekki nýttust.Það kom þó að því að Káramenn næðu marki og á 14 mínútu skoraði Atli Alberts gott mark eftir gott uppspil. Nokkrum mínútum seinna skoraði svo Atli annað mark Kára eftir flottan undirbúning frá Róberti Henn. Káramenn sem voru mun sterkari aðilinn í leiknum sóttu mikið og þrátt fyrir fína baráttu Harðar í leiknum að þá var vinnslan og tempóið í Káramönnum þeim ofviða. Á 40 mínútu kom svo þriðja mark Kára, en þá var réttilega dæmd vítaspyrna og á punktinn steig Atli Alberts sem gerði allt rétt og fullkomnaði þrennu sína og kom Káramönnum í þægilega stöðu. Jósef Halldór sem átti mjög góðan leik á miðjunni hjá Kára skoraði svo skömmu seinna fjórða mark Kára í sínum fyrsta leik með félaginu.Staðan í hálfleik sanngjörn 4-0 fyrir Káramönnum.Káramenn héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, sóttu mikið og voru hættulegir upp við mark Harðar. Það voru samt Harðarmenn sem skoruðu fyrsta markið í hálfleiknum en markið var af dýrari gerðinni, hnitmiðað skot utan teigs efst upp í markhornið.Káramenn voru ekki nema um 1 mínútu að svara fyrir sig en þá barst boltinn á fjærstöng eftir mikið klafs til Bakir Anwar sem átti í litlum vandræðum með að pota boltanum inn í autt markið.Á 59 mínútu kom svo sjötta mark Kára en þar var á ferðinni nýbakaður faðirinn Gísli Freyr Brynjarsson sem potaði boltanum í netið og tók svo ruggufagnið fræga í tilefni þess.Eftir sjötta markið datt leikurinn mikið niður og dró mikið af pressu káramanna gegn þreyttum leikmönnum Harðar sem voru að spila sinn annan leik á 2 dögum. Niðurstaðan samt sem áður mjög góður 6-1 sigur Káramanna sem eru á toppi riðilsins með 13 stig eftir 5 leiki og 2 mörkum betri markatölu en Álftanes sem er einnig með 13 stig. Káramenn mæta næst botnliði Kóngana í Úlfarsárdal næsta fimmtudag.

Áfram Kári!

Edit Content
Edit Content
Edit Content