Kári – Fjarðabyggð á Akranesi 23.8 klukkan 18:30.Eftir frábæran 2-5 sigur Káramanna á liði Víðis úr Garði er komið að því að taka á móti toppliði Fjarðabyggðar, en Káramenn sem voru eftir síðasta leik komnir úr fallsæti, eru aftur komnir á botninn, en bæði Grundarfjörður og Magni unnu sína leiki.Þó svo að liðin séu á sitthvorum enda deildarinnar að þá hafa Káramenn sýnt mun betri frammistöðu í síðustu leikjum en í upphafi móts og eru þeir staðráðnir í að bjóða upp á hörkuleik.Við viljum hvetja sem flesta að mæta á völlinn og hvetja okkur Káramenn í baráttunni um að halda sæti okkar í 3.deild.