‘-sigur í fyrsta heimaleik ársins þegar Naglarnir lögðu HamranaSkagamenn tóku á móti Hamarsmönnum á Vesturgötunni í kvöld í sannkölluðum 4ra stiga leik, en Hamarsmenn voru fyrir leikinn í 3. sæti með 14 stig eftir 11 leiki en ÍA var í 4. sæti með 10 stig eftir 10 leiki. Það var því mikið undir hjá báðum liðum að landa sigri í kvöld.Elli Ott kom aftur inn í lið heimamanna eftir veikindi en Oddur Helgi var fjarri góðu gamni í staðinn. Hjá gestunum vantaði Örn og Bigga.Skagamenn settu niður fyrstu körfu leiksins en Hamar svaraði með þremur stigum og allt stefndi í jafnan og spennandi leik. En annað kom á daginn, þegar yfir lauk var þetta í eina skiptið í leiknum sem Hamarsmenn leiddu því Skagamenn svöruðu með 10 stigum í röð, komust í 12-3 og létu forystuna aldrei af hendi og leiddu mest með 20 stigum í leiknum.Hamarsmenn voru þó aldrei á þeim buxunum að leifa Skagamönnum að labba óáreittum í garðinum sínum og þegar lokaflaut 1. leikhluta gall braut Zachary á Julian í 3ja stiga skoti svo Julian fór á vítalínuna og setti öll þrjú skotin sín niður og staðan fyrir 2. leikhluta var 25-20.Heimamenn byrjuðu 2. leikhluta af miklum krafti og skoruðu fyrstu 7 stigin og unnu annan fjórðung með 26 stigum gegn 19 og leiddu því í hálfleik 51-39 eftir að gestirnir höfðu klárað fjórðungin með því að skora 7 stig gegn 1 stigi ÍA.Í 3. leikhluta var nokkuð jafnræði með liðunum og þegar 4. leikhlutinn hófst leiddi ÍA með 73 stigum gegn 60 stigum Hamarsmanna. Loka leikhlutinn byrjaði vel hjá heimamönnum, náðu mestu forystu leiksins í stöðunni 87-67 og þá var eins og þeir hafi ákveðið að þetta væri búið, slökuðu kannski óþarflega mikið á og Hamarsmenn gengu á lagið kláruðu leikinn með 18 stigum gegn 6 en þetta áhlaup kom of seint og 93-85 sigur heimamanna var því loka niðurstaða þessa leiks.Það var ljóst að Skagamenn voru staðráðnir í að landa sigri eftir langt heimaleikjahlé, ef svo má segja, en síðasti heimaleikur liðsins í deildinni var 20. nóvember, en liðið spilaði reynar bikarleik einmitt gegn Hamri 7. desember sem tapaðis. Þannig að ÍA átti harma að hefna. Fannar Helgason fór fyrir sínum mönnum í kvöld, skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf 5 stoðsendingar auk þess sem hann varði 2 skot. Zachary Jamarco Warren var einnig frábær í leiknum, var stigahæstur með 27 stig, stoðsendingahæstur á vellinum með 10 stykki auk þess að taka 4 fráköst.Hjá gestunum var Julian Nelson allt í öllu, stigahæstur á vellinum með heil 40 stig auk þess að taka 12 fráköst. Nánari tölfræði úr leiknum má nálgast hér.
Einnig er hægt að finna ýmsar upplýsingar um leikinn, video og myndir inn á Facebook síðu okkar.