ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Jólamót Klifurfélags ÍA

Jólamót Klifurfélags ÍA

18/12/17

Yngri hópur

Um helgina hittust ÍA klifrarar á Jólamóti ÍA í aðstöðu klifurfélagsins að Vesturgötu. Um 30 klifrarar mættu prúðbúin til leiks og glímdu við 13 klifurleiðir sem leiðasmiðir ÍA höfðu sett upp. Mótið heppnaðist afar vel enda hafði félagið lagt mikinn metnað í að gera það sem skemmtilegast fyrir iðkendur og áhorfendur. Leiðasmiðir lögð mikla vinnu í að setja upp skemmtilegar leiðir fyrir klifrara að glíma við og að þessu sinni voru allar leiðir klifraðar. Fleiri myndir má sjá á fésbókarsíðu Klifurfélags ÍA.

Á komandi önn mun Klifurfélagið bjóða upp á klifur fyrir fullorðna en félagið hefur gert tilraun með slíka tíma á haustönn og hafa þeir tímar verið vel sóttir og augljóst að eftirspurn eftir klifri fyrir fullorðna er til staðar.   Skráning fyrir vorönn verður auglýst innan skamms og biðjum við því klifrara um að fylgjast með. Reynt verður eftir bestu getu að tryggja öllum áhugasömum pláss á klifurveggnum.

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content