ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Jólamót Keilufélags Akraness

Jólamót Keilufélags Akraness

01/01/13

#2D2D33

Jólamót Keilufélags Akraness 2012 var haldið 29.des. í Keilusal Akraness. Alls kepptu 27 manns og lögðu nokkrir það á sig að koma úr Reykjavík þrátt fyrir vonsku veður. Keppt var með og án forgjafar og voru veitt verðlaun fyrir hæsta leik með og án forgjafar, hæstu seríu með og án forgjafar og flestar fellur í röð. Leikið var í 4 hollum, kl.9.30, 11.30, 14 og 16. Skúli Freyr Sigurðsson átti hæsta leik án forgjafar 256 og sló þar út Þorleif Hreiðar Jónsson sem var með 253. Skúli náði einnig hæstu seríu án forgjafar 730 og kom Þorleifur Hreiðar á eftir honum með 650 seríu. Skúli átti líka flestar fellur í röð og náði 8 fellum þegar best gekk. Hæsta leik með forgjöf átti Pálmi Þór Jóhannsson og náði hann 289. Pálmi átti einnig hæstu seríu með forgjöf og náði þar 694. Þegar litið er yfir aldursdreifingu hópsins þá var yngsti þátttakandi 5 ára og elsti 67 ára. Í mótinu ríkti sannkölluð fjölskyldu stemming því í mótinu tóku þátt þrenn hjón, 6 foreldrar með 1 eða 2 börn sem einnig tóku þátt og svo voru þrír systkinahópar. Í einni fjölskyldunni tóku 3 ættliðir þátt. Mótið fór vel fram og búnaður í góðu lagi. Keilufélagið vill þakka Björgunarfélagi Akraness fyrir vinningana sem voru flugeldar af ýmsu tagi.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content