ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Jeppe Hansen kominn til ÍA á láni frá Keflavík

Jeppe Hansen kominn til ÍA á láni frá Keflavík

25/07/18

#2D2D33

Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA) hefur samið við knattspyrnudeild Keflavíkur um félagaskipti Jeppe Hansen frá Keflavík til ÍA út keppnistímabilið á lánssamningi.

Jeppe er 29 ára öflugur sóknarmaður og hefur leikið 10 leiki með Keflavík í Pepsi-deildinni á yfirstandandi tímabili. Hann á 89 leiki og 34 mörk að baki í meistaraflokki en hann hefur spilað Stjörnunni, KR og Keflavík á sínum ferli.

KFÍA vill bjóða Jeppe Hansen velkominn í raðir félagsins. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var hæstánægður með félagaskiptin og sagði: „Þetta eru frábær félagsskipti fyrir okkur, við erum að fá öflugan sóknarmann til liðs við okkur sem hefur sannað sig í Inkasso-deildinni líkt og hann gerði í fyrra með Keflavík þegar hann skoraði 15 mörk í deildinni. Við þurftum að styrkja okkur sóknarlega séð fyrir seinni hluta tímabilsins og koma Jeppe mun klárlega vera stór hluti af því.“

Aðspurður sagði Jeppe Hansen: „Þetta er stórt tækifæri fyrir mig og ég hlakka til að spila með fornfrægu liði eins og ÍA það sem eftir lifir sumars. Liðið hefur verið að spila ágætan fótbolta á tímabilinu og ég vona að ég geti átt þátt í að koma liðinu upp í Pepsi-deildina þar sem ÍA á að sjálfsögðu að vera.“

Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA sagði svo: „Mér finnst frábært að fá góðan leikmann eins og Jeppe Hansen til liðs við KFÍA. Við erum í hörkubaráttu um að komast upp í Pepsi-deildina og Jeppe hefur sýnt sig og sannað sem góður sóknarmaður bæði með Stjörnunni og Keflavík. Því mun þetta klárlega styrkja okkur fyrir komandi toppbaráttu í Inkasso-deildinni.“

Við undirskriftina má sjá Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfara mfl karla hjá ÍA, Jeppe Hansen og Magnús Guðmundsson formann KFÍA

Edit Content
Edit Content
Edit Content