ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Járninganámskeið 16. – 17. mars 2019

Járninganámskeið 16. – 17. mars 2019

18/02/19

#2D2D33

Járninganámskeið á Æðarodda 16. – 17. mars 2019.

Kennari á námskeiðinu verður Gunnar Halldórsson sem starfar sem járningarmaður á suðvesturhorninu, kennir járningar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og varð Íslandsmeistari í járningum árin 2013, 2014 og 2016.

Kennd verður almenn hófhirðing, tálgun og járningar. Farið verður yfir áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið felst að mestu í sýnikennslu og verklegri kennslu.

Þátttakendur koma með eigin járningaáhöld og 1-2 hesta til að járna (fer aðeins eftir fjölda þátttakenda). Ef einhvern vantar járningaráhöld þá verður Gunnar með eitthvað af aukaáhöldum. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum, bæði konum og körlum, ungum sem öldnum. Þátttakendum verður skipt niður í hópa eftir reynslu. Lágmarksþátttaka er 6 og hámarksfjöldi er 12.

Verð fyrir hvern þátttakenda er kr. 23.000, innifalið eru skeifur og kennsla. Kennt verður í rúmgóðu hesthúsi á Æðarodda.

Skráning fer fram á netfangið dreyri@gmail.com

Námskeiðið er öllum opið en skráningu lýkur mánudaginn 11. mars.

Edit Content
Edit Content
Edit Content