ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Jafntefli í Vesturlandsslag á laugardag

Jafntefli í Vesturlandsslag á laugardag

02/10/17

#2D2D33

Vikingur Ó kom í heimsókn á laugardaginn og var þetta baráttuleikur.

Vallaraðstæður voru vægast sagt blautar,  völlurinn þungur og blautur.  Strákarnir okkar börðust og ætluðu sér að ná stigum í leiknum. Það voru færi á báða bóga en besta færi strákanna kom þegar brotið var á Alberti inn í teig á 29 mínútu – en Cristian varði vítið frá Alberti Hafsteins. Ágætis vítaspyrna en góð markvarsla.  Markalaust í hálfleik.

Vikingar byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og skorðuðu mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Bæði lið áttu svo ágætis marktæifæri en inn fór boltinn ekki.

Maður leiksins hjá ÍA var Árni Snær Ólafsson og fékk hann gjafabréf frá Versluninni Ninu.

 

Lokatölur 0-0 á Norðurálsvellinum í dag.

 

ÍA og Vikingur Ó spila bæði í Inkassodeildinni á næsta ári.

Klárlega það sem stendur upp úr síðustu leiki  er stuðningur stuðningsmanna ÍA – sem stendur á bak við liðið í blíðu og stríðu. Stuðningur – alla leið. Takk fyrir það!

Edit Content
Edit Content
Edit Content