ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Jafntefli í leik dagsins

Jafntefli í leik dagsins

17/09/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla fékk Stjörnuna í heimsókn í dag í 20. umferð Pepsideildarinnar. Leikurinn fór fram í nokkuð sterkum vindi sem hafði óhjákvæmilega nokkur áhrif á framgang leiksins.

Skagamenn léku gegn vindi í fyrri hálfleik en fengu frábæra byrjun á leiknum þegar Arnar Már Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins á fyrstu mínútu. Garðbæingar tóku vel við sér eftir markið og sóttu nokkuð stíft og uppskáru jöfnunarmark þegar Guðjón Baldvinsson slapp einn í gegn.

Það sem eftir lifði hálfleiksins var sama uppi á teningnum, Stjarnan sótti stíft en Skagamenn vörðust vel og áttu jafnvel betri færi eftir skyndisóknir, þar á meðal skot í stöng.

Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik.

Stjörnumenn hófu síðari hálfleikinn mjög ákveðnir og sóttu stíft, Skagamenn voru ekki að ná að nýta sér það að leika nú með vindinn í bakið. Annað mark Stjörnunnar skoraði Hólmbert Aron Friðjónsson, á 59. mínútu, þegar þeir náðu öflugri skyndisókn eftir aukaspyrnu Skagamanna á þeirra vallarhelmingi.

Skagamenn juku sóknarþungann eftir markið og sköpuðu sér nokkur ágæt færi án þess að ná að skora, sem dæmi fóru tvær marktilraunir í slánna í sömu sókninni. Skagamenn náðu þó jöfnunarmarki á 88. mínútu þegar Steinar Þorsteinsson náði að skora eftir mikinn atgang í teignum. Þriðji leikurinn í röð sem Steinar skorar.

Það voru heilar 6 mínútur í uppbótartíma vegna höfuðmeiðsla Hólmberts Arons Friðjónssonar og bæði lið gerðu sitt besta til þess að reyna að krækja í sigurmark, enda eitt stig of rýr uppskera fyrir bæði lið. Allt kom þó fyrir ekki og lokatölur leiksins urðu 2-2.

Guðmundur Böðvar Guðjónsson var valinn maður leiksins hjá ÍA. Hann fékk að launum gjafabréf frá Norðanfiski, en það er Heimir Fannar Gunnlaugsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnufélagi ÍA, sem afhendir bréfið.

Það er ljóst að í kvöld töpuðust mikilvæg stig í baráttunni fyrir áframhaldandi veru í Pepsideildinni. Tölfræðilega er þó ekki enn nótt úti enn og lítið annað að gera en að klára þessa leiki sem eftir eru af fullum krafti, næsti leikur er gegn Víkingi R á Víkingsvelli, sunnudaginn 24. september kl. 14:00

Áfram ÍA

Edit Content
Edit Content
Edit Content