HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Íþróttastefna ÍA

Heilbrigð sál í hraustum líkama!

Markmið:

Við viljum stefna að því að sem flestir taki þátt í íþróttastarfi.

Leiðir:

Efla barna- og unglingastarfið enn frekar með það að leiðarljósi að íþróttaiðkun skuli vera þroskandi bæði líkamlega, sálrænt og félagslega.

  • Gefa ungum börnum tækifæri til að kynnast mörgum íþróttagreinum og seinka þeirri sérhæfingu sem á sér stað í dag.
  • Efla þarf samstarf á milli aðildarfélaga ÍA þannig að börnum sé gefin kostur á að stunda fleiri en eina íþróttagrein, en ekki stilla þeim upp við vegg þannig að þau þurfa að velja sér íþróttagrein of snemma.
  • Efla félagslega hlið barna og unglingaíþrótta á Akranesi og koma á samstarfi á milli aðildarfélaganna um þennan þátt.
  • Efla félagsvitund barna og unglinga þannig að þeim sé ljóst að það sé merki ÍA sem þau eru að koma fram fyrir.

Efla foreldrastarf innan félaganna og virkja sem flesta foreldra til þess að auðvelda starfið.

  • Að foreldrar hvetji börn sín til íþróttaiðkunar, slíkt eykur líkurnar á áframhaldandi þátttöku barnanna í íþróttum.
  • Að virkja sem flesta foreldra til þess að auðvelda starfið.
  • Að gott upplýsingastreymi sé á milli félags og foreldra.

Hvetja almenning til að taka þátt í almenningsíþróttum.

  • Upplýsa almenning um gildi hollra lifnaðarhátta og mikilvægi þess að öll hreyfing sé af hinu góða.
  • Merkja göngu og hlaupaleiðir.
  • Upplýsa almenning um afnotarétt þeirra af íþróttamannvirkjum og hvað þar er í boði.
  • Veita aðgang að leiðbeinendum.

Auka áherslu á menntun þjálfara.

  • Stuðla að því að félögin ráði til sín menntaða þjálfara með það að leiðarljósi að menntaðir þjálfarar með áhuga fyrir starfi sínu laði að sér fleiri börn og unglinga heldur en þeir sem eru síður menntaðir og með minni áhuga.

Markmið:

Við viljum taka þátt í almennum forvörnum eins og vímuvörnum.

Leiðir:

Auka áherslu á aukna menntun þjálfara.

  • Að Íþróttabandalag Akraness verði í farabroddi hvað vaðar ráðningu menntaðra þjálfara samkvæmt hinu nýja fræðslukerfi ÍSÍ. Hæfir þjálfarar gegna lykilhlutverki í öllu íþróttastarfi.
  • Að þjálfarar félaganna leggi áherslu á mikilvægi heilsusamlegs lífernis og skaðsemi ávana og fíkniefna. Þær áherslur sem þjálfararnir leggja í starfinu skipta öllu máli fyrir framgang vímuvarnarstefnunnar og eðli íþróttastarfsins.

Auka skilning forráðamanna aðildarfélaga á mikilvægi þessa máls.

  • Halda árlega fræðslufundi um stefnumótun ÍA í forvörnum og öflugra eftirlit gagnvart félögunum um það að stefnunni sé framfylgt.

Markmið:

Við viljum stuðla að betra mannlífi með því að taka markvisst þátt í uppeldi barna og unglinga með áherslu á helstu manngildi í lífinu eins og t.d. samvinnu, vinskap, tillitsemi, kurteisi, aga, þakklæti og jafnrétti kynjanna..

Leiðir:

Auka samvinnu íþróttafélaga, skóla, og bæjar í þeim tilgangi að styrkja markvisst barna- og unglingastarf.

  • Samræma aðgerðir og reglur á milli aðildarfélaga ÍA.
  • Samræma aðgerðir og reglur á milli þjálfara, forystumanna, foreldra, starfsfólks íþróttamannvirkja ofl.
  • Að hjá börnum og unglingum gildi sömu umgengis- og agareglur hvort sem um er að ræða almenna skólaleikfimi eða íþróttaæfingar.

Markmið:

Við viljum taka þátt í því að efla skilning einstaklingsins á umhverfi sínu og tengja það íþróttastarfinu.

Leiðir:

Auka vitneskju þjálfara og forystumanna um mikilvægi þess að skila umhverfinu hreinu og fínu til barna okkar.

  • Að þjálfarar og forystumenn miðli mikilvægi umhverfisverndar til barna og unglinga.
  • Að íþróttahreyfingin taki þá ábyrgð að starfsemi hennar virki ekki neikvætt á umhverfið.

Markmið:

Við viljum taka þátt í afreksíþróttum og byggja upp afreksfólk m.a. í þeim tilgangi að skapa fyrirmyndar einstaklinga öðrum til hvatningar.

Leiðir:

Efla þarf innra starf félaganna.

  • Samræma aðgerðir þannig að allir stefni að sama markmiði,  hvort sem það eru iðkendur, stjórnarmenn, þjálfarar eða hinn almenni stuðningsmaður.
  • Uppbygging íþróttamannvirkja verður að halda áfram.

Skapa betri aðstöðu fyrir þau félög sem hafa afreksíþróttir á stefnuskrá sinni.

  • Gera þarf núverandi og væntanlegu afreksfólki grein fyrir stöðu sinni sem fyrirmyndir sem á að virka öðrum til hvatningar.
  • Virkja afreksfólk á Akranesi til að vekja athygli á gildi íþrótta og skaðsemi fíkniefna.  Hvers kyns fyrirmyndir eiga þátt í að móta atferli og lífstíl ungs fólks.

Auka þarf stuðning við afreksfólk.

  • Að stofna afrekssjóðs.
Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content