Við viljum stefna að því að sem flestir taki þátt í íþróttastarfi.
Efla barna- og unglingastarfið enn frekar með það að leiðarljósi að íþróttaiðkun skuli vera þroskandi bæði líkamlega, sálrænt og félagslega.
Efla foreldrastarf innan félaganna og virkja sem flesta foreldra til þess að auðvelda starfið.
Hvetja almenning til að taka þátt í almenningsíþróttum.
Auka áherslu á menntun þjálfara.
Við viljum taka þátt í almennum forvörnum eins og vímuvörnum.
Auka áherslu á aukna menntun þjálfara.
Auka skilning forráðamanna aðildarfélaga á mikilvægi þessa máls.
Við viljum stuðla að betra mannlífi með því að taka markvisst þátt í uppeldi barna og unglinga með áherslu á helstu manngildi í lífinu eins og t.d. samvinnu, vinskap, tillitsemi, kurteisi, aga, þakklæti og jafnrétti kynjanna..
Auka samvinnu íþróttafélaga, skóla, og bæjar í þeim tilgangi að styrkja markvisst barna- og unglingastarf.
Við viljum taka þátt í því að efla skilning einstaklingsins á umhverfi sínu og tengja það íþróttastarfinu.
Auka vitneskju þjálfara og forystumanna um mikilvægi þess að skila umhverfinu hreinu og fínu til barna okkar.
Við viljum taka þátt í afreksíþróttum og byggja upp afreksfólk m.a. í þeim tilgangi að skapa fyrirmyndar einstaklinga öðrum til hvatningar.
Efla þarf innra starf félaganna.
Skapa betri aðstöðu fyrir þau félög sem hafa afreksíþróttir á stefnuskrá sinni.
Auka þarf stuðning við afreksfólk.