ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Íþróttamaður Akraness 2023

Íþróttamaður Akraness 2023

08/01/24

DSCF9763-Edit

Laugardaginn 6. janúar s.l. var tilkynnt í beinu steymi ÍATV um úrslit í kjörinu Íþróttamaður Akraness 2023, en þetta var í 49. skiptið sem kjör Íþróttamanns Akraness fór fram.

Einar Margeir Ágústsson sundmaður var kjörinn í fyrsta sinn Íþróttamaður Akraness.

Einar Margeir með Helga Dan bikarinn ásamt formanni Sundfélags Akraness og móður sinni

Helstu afrek Einar Margeirs á árinu er Íslandsmeistaratitill í 100m fjórsundi, hann varð unglingameistari í 50m, 100m, 200m bringusundi og 100m fjórsundi. Einar setti einnig unglingamet í sömu greinum og á hann níu Akranesmet í fullorðins flokki og 13 í unglingaflokki.

Einar Margeir á þriðja hraðasta tímann frá upphafi í 200m bringusundi og 50m bringusundi.

Einar er í A-landsliði Íslands, tók þátt í alþjóðlegum mótum fyrir hönd Íslands og á Evrópumeistaramótinu í 25m laug var Einar í sætum númer 21.  í 200m bringusundi, 22. í 50m bringusundi og 24. í 100m bringusundi. Einar hafnaði í 14 sæti í 50m bringusundi á Evrópumeistaramóti unglinga.

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona Akraness árið 2023.

Í öðru sæti kjörsins var kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir.

Helstu afrek Kristínar á árinu eru silfurverðlaun í samanlögðu á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum í opnum flokki sem fór fram á Möltu í júní. Hún hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Eistlandi núna í desember í samanlögðu. Einnig hlaut Kristín gullverðlaun á Reykjavíkurleikunum (RIG) og varð stigahæsti keppandinn á Íslandsmeistaramóti í klassískri réttstöðulyftu.
Kristín setti fjögur Íslandsmet á árinu, eitt í bekkpressu og þrjú í réttstöðulyftu.

Hrönn Ríkharðsdóttir formaður ÍA ásamt Anítu Hauksdóttur.

Í þriðja sæti kjörsins var Aníta Hauksdóttir sem tilnefnd var frá Vélhjólafélagi Akraness.

Aníta hefur æft motorkross og enduro í 23 ár eða frá 10 ára aldri og var ríkjandi íslandsmeistari í mótorkrossi og enduro þegar árið 2023 gekk í garð. Hún vann til fjölda verðlauna í sínum flokki keppnisárið 2023 og endaði með fullt hús stiga í mótorkrosskeppni og þar með Íslandsmeistari kvenna árið 2023 eins og náði því að verja titilinn sinn.

Eins varð liðið hennar liðameistarar kvenna í motocrossi árið 2023.

Líkt og áður fengu þrjú efstu sætin fá peningastyrk úr minningsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar:

  1. Sætið kr. 200.000
  2. Sætið kr. 150.000
  3. Sætið kr 100.000

Íþróttabandalag Akraness óskar þessu flotta íþróttafólki og öllum þeim sem tilnefndir voru innilega til hamingju með frábæran árangur á liðnu íþróttaári og viljum í leiðinni benda á upptöku frá kvöldinu sem ÍATV streymdi á meðan athöfninni stóð: 

Edit Content
Edit Content
Edit Content