ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Íþróttamaður Akraness 2022

Íþróttamaður Akraness 2022

09/01/23

Íþróttamaður Akraness 2022

Föstudaginn 6. janúar s.l. var tilkynnt í beinu steymi ÍATV um úrslit í kjörinu Íþróttamaður Akraness 2022

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftinga kona var kjörin í þriðja sinn íþróttamaður Akraness.

Kristín hefur stundað klassískar kraftlyftingar frá árinu 2019. Hún keppir í -84 kg opnum flokki fullorðinna og er stigahæsti Íslendingurinn í íþróttinni óháð kyni, þyngdarflokki og aldursflokki.

Helstu afrek Kristínar á árinu eru silfurverðlaun í samanlögðu á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum í opnum flokki sem fór fram í Suður-Afríku í júní. Einnig komst hún á pall í öllum þremur greinum kraftlyftinga, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.

Á árinu fékk hún boð frá franska kraftlyftingasambandinu um að keppa á sterku boðsmóti, Girl Power, í Frakklandi. Mótið var góðgerðarmót til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini og aðeins konum boðin þáttaka. Þar var keppt að stigum og hreppti Kristín þar annað sætið eftir baráttu um gullið.

Hún hlaut einnig silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Póllandi núna í desember og komst þar einnig á pall í öllum þremur greinum kraftlyftinga, þar af með gull í hnébeygju.

Kristín Þórhallsdóttir er þriðja á heimslista Alþjóðlega kraftlyftingasambandsins (IPF) í sínum þyngdarflokki fyrir árið 2022 og á fjórða besta árangur í samanlögðu sem náðst hefur í þessum flokki í sögunni innan IPF.

Í öðru sæti kjörsins var sundmaður ársins Einar Margreir Ágústsson

Einar var í 14. sæti á Evrópumeistaramóti Unglinga í 100m bringusund á nýju unglingameti og er með tólfta besta tímann í Evrópu í 50m bringusundi og tuttugasta og fyrsta besta tímann í 100m bringusundi í sínum aldursflokki.

Einar setti Unglingamet í 100m bringusundi, sem er líka fjórði besti tíminn frá upphafi í fullorðinsflokki. Einar vann til fjölda verðlauna á Íslandsmeistaramótum á árinu. Einar Margeir bætti 26 Akranesmet á árinu.

Í þriðja sæti kjörsins var kylfingur ársins Björn Viktor Viktorsson

Björn Viktor hélt sínu striki í sumar og hélt áfram að vera einn af bestu kylfingunum í sínum flokki þrátt fyrir að hafa farið upp um aldursflokk. Hann endaði öll mótin sem hann fór í á unglingamótaröðinni í topp 10, þar af tvisvar í öðru sæti og tryggði sér sigurinn í Íslandsmeistaramótinu í holukeppni, hans fyrsta Íslandsmeistaratitil. Björn tók einnig þátt í mótaröð þeirra bestu og endaði í topp tuttugu í Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum. Þá sigraði hann meistaramót Leynis sannfærandi.

Þau sem kjörin voru í þrjú efstu sætin fá peningastyrk úr minningsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content