HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

Íþrótta-sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni

Íþrótta-sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni

07/06/24

Black Closed Sign Landscape Poster (13)

Nokkur íþrótta-sumarnámskeið verða í boði á vegum aðildafélaga ÍA í sumar fyrir börn og ungmenni.

Körfuknattleiksfélag ÍA

Skráning er hafin á Sumarkörfuboltanámskeið hjá Lucien Christofis.

Um er að ræða skemmtilegt 7 daga sumarnámskeið fyrir börn í 1-10 bekk 🏀

Skráning fer fram í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/ia/karfa

Golfklúbburinn Leynir

Golfklúbburinn Leynir býður upp á golfæfingar fyrir börn á grunnskólaaldri í sumar.
Námskeiðið er hugsað fyrir alla krakka sem vilja prófa að æfa golf.

Gaman að segja frá því að nú eru um 50 börn skráð í æfingarnar og lofar námskeiðið afar góðu.
Skráning fer fram í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/ia/leynir

Fimleikafélag ÍA

Það verður nóg í boði hjá Fimleikafélagi ÍA í júní fyrir börn á öllum aldri🤸🏼‍♂️

Sumar Fimleikjanámskeið fyrir börn fædd 2014-2015 og 2016-2017
– Skemmtilegt leikjánámskeið fyrir alla krakka sem vilja prófa fimleika og parkour í bland við leiki og útiveru
– Tilvalið að taka hálfan dag hjá Þorpinu á móti námskeiðinu

Sumar Parkour fyrir börn fædd 2011-2013

Sumar Fimleikar fyrir börn fædd 2011-2013

Sumar Trampolín námskeið fyrir börn fædd 2011-2014

Sumar Fimleikar fyrir leikskólabörn fædd 2018-2019

Takmarkað pláss á hverju námskeiði.
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/ia/fimia

Knattspyrnufélag ÍA

Knattspyrnuskólinn KFÍA er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar⚽
Knattspyrnuskóli Norðanfisks hefst kl.13:00 og hittast krakkarnir inn í Akraneshöll. Kennt er virka daga frá kl.13:00-15:00 ⌚

Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu 👌

Skólastjóri námskeiðisins er Bryndís Rún Þórólfsdóttir fyrirliði kvennaliðs ÍA.

Alls verða sex vikur í boði í sumar og eru það eftirfarandi vikur:

Vika 1 – 10. júní – 14. júní ( 5d)

Vika 2 – 01. júlí – 05. júlí ( 5d)

Vika 3 – 8. júlí – 13. júlí( 5d)

Vika 4 – 15. júlí – 20. júlí ( 5d)

Vika 5 – 22. júlí – 27. júlí ( 5d)

Vika 6 – 12. ágúst – 17. ágúst( 5d)


Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/kfia/

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content