Nokkur íþrótta-sumarnámskeið verða í boði á vegum aðildafélaga ÍA í sumar fyrir börn og ungmenni.
Körfuknattleiksfélag ÍA
Skráning er hafin á Sumarkörfuboltanámskeið hjá Lucien Christofis.
Um er að ræða skemmtilegt 7 daga sumarnámskeið fyrir börn í 1-10 bekk
Skráning fer fram í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/ia/karfa

Golfklúbburinn Leynir
Golfklúbburinn Leynir býður upp á golfæfingar fyrir börn á grunnskólaaldri í sumar.
Námskeiðið er hugsað fyrir alla krakka sem vilja prófa að æfa golf.
Gaman að segja frá því að nú eru um 50 börn skráð í æfingarnar og lofar námskeiðið afar góðu.
Skráning fer fram í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/ia/leynir

Fimleikafélag ÍA
Það verður nóg í boði hjá Fimleikafélagi ÍA í júní fyrir börn á öllum aldri
Sumar Fimleikjanámskeið fyrir börn fædd 2014-2015 og 2016-2017
– Skemmtilegt leikjánámskeið fyrir alla krakka sem vilja prófa fimleika og parkour í bland við leiki og útiveru
– Tilvalið að taka hálfan dag hjá Þorpinu á móti námskeiðinu
Sumar Parkour fyrir börn fædd 2011-2013
Sumar Fimleikar fyrir börn fædd 2011-2013
Sumar Trampolín námskeið fyrir börn fædd 2011-2014
Sumar Fimleikar fyrir leikskólabörn fædd 2018-2019
Takmarkað pláss á hverju námskeiði.
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/ia/fimia

Knattspyrnufélag ÍA
Knattspyrnuskólinn KFÍA er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar⚽
Knattspyrnuskóli Norðanfisks hefst kl.13:00 og hittast krakkarnir inn í Akraneshöll. Kennt er virka daga frá kl.13:00-15:00 ⌚
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu 👌
Skólastjóri námskeiðisins er Bryndís Rún Þórólfsdóttir fyrirliði kvennaliðs ÍA.
Alls verða sex vikur í boði í sumar og eru það eftirfarandi vikur:
Vika 1 – 10. júní – 14. júní ( 5d)
Vika 2 – 01. júlí – 05. júlí ( 5d)
Vika 3 – 8. júlí – 13. júlí( 5d)
Vika 4 – 15. júlí – 20. júlí ( 5d)
Vika 5 – 22. júlí – 27. júlí ( 5d)
Vika 6 – 12. ágúst – 17. ágúst( 5d)
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/kfia/
