Sunnudaginn 8. ágúst s.l. tryggði Stefán Gísli Örlygsson, frá Skotfélagi Akraness, sér Íslandsmeistaratitil í leirdúfuskotfimi- Ólympískt skeet.
Stefán Gísli skaut 55 af 60 leirdúfum mögulegum í úrslitum.
Mótið var haldið í Þorlákshöfn dagana 7. til 8. ágúst s.l.
Íþróttabandalagið óskar Stefáni Gísla innilega til hamingju með titilinn.
Meðfylgjandi mynd tók Guðmundur Kr. Gíslason af Stefáni Gísla.