ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Íslandsmeistaratitill hjá Ágústi.

Íslandsmeistaratitill hjá Ágústi.

19/11/16

15152963_1152363928144437_1085079776_o

Ágúst Júlíusson varð Íslandsmeistari í dag í 100m flugsundi á frábærum tima 54,55 sek og er það nýtt Akranesmet, hann bætti 5 ára gamalt met um 0,21 sek.

Sævar Berg var að gera góða hluti í 200m bringusundi og hreppti silfrið, hann var aðeins 0,02 sek. frá Íslandsmeistaranum.

Aðrir sundmenn eru lika að standa sig vel og halda áfram að bæta sig, liðsandinn er góður og stemningin hjá þeim á bakkanum frábær.

Krakkarnir nýta kvöldið til að hvíla sig og koma vel undirbúin í laugina í fyrramálið.

Úrslit dagsins hjá okkar fólki :
1. sæti 100m flugsund Ágúst Júlíusson
2. sæti 200 bringusund Sævar Berg Sigurðsson
5. sæti 100m flugsund Brynhildur Traustadóttir
5. sæti 50m baksund Una Lára Lárusdóttir
5. sæti 4x100m skriðsund Karlar
(Ágúst, Atli Vikar, Sævar Berg, Erlend)
6. sæti 200m skriðsund Una Lára Lárusdóttir
7. sæti 100m fjórsund Brynhildur Traustadóttir
7. sæti 200m bringusund Ásgerður Jing Laufeyjardóttir

15152963_1152363928144437_1085079776_o

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content