ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Íslandsmeistaramót í 50m laug: 4 brons og 6 Akranesmet

Íslandsmeistaramót í 50m laug: 4 brons og 6 Akranesmet

09/04/19

20190407_185355

Íslandsmeistaramót í 50m laug fór fram um síðustu helgi í Laugardalslauginni í Reykjavík.  Átti Sundfélag Akranes þar níu keppendur. Alls tók 172 sundmenn þátt frá 15 félögum.

Sundkrakkarnar áttu mjög góða helgi og stemningin í hópnum var frábær. Sundfélagið uppskar 4 bronsverðlaun og 6 Akranesmet,  persónlegar bætingar voru alls 42 og syntu þau 17 sinnum til úrslita á mótinu.

Brynhildur Traustadóttir vann 3 brons um helgina, fyrst i 400m skriðsundi, bætti sig um heilar 8 sekúndur og fór á tímanum 4.30.63.
Í 1500m skriðsundi synti Brynhildur á nýju Akranesmeti, hún synti á tímanum 18.08.15 sem er bæting hjá henni um 23 sekúndur frá meti sem hún setti í Ásvallarlaug fyrir aðeins þrem vikum síðan.
Þriðja bronsið fékk hún svo í  200m skriðsundi en þar bætti hún tímann sinn um 2.12.35 sek.
Brynhildur synti sig einnig í úrslit í 50 og 100m skriðsundi en ákvað að sleppa þeim sundum til að geta einbeitt sér að öðrum úrslitasundum.

Enrique Snær Llorens vann brons í 400m fjórsundi með bætingu um 7 sek. á tímanum 5.00,39.  Frábært sund hjá Enrique.
Enrique Snær bætti sig svo um 2.5 sek í 200m fjórsundi og endaði í 6. sæti í sínu fyrsta úrslitasundi á laugardaginn, hann hafnaði svo í 6. sæti í 800m skriðsundi á tímanum 9.25.88, bætti sig þar með um 8 sekúndur frá SH mótinu sem var fyrir þrem vikum síðan.
Hann bætti sig einnig vel í  400m skriðsundi eða um 5 sek. og fór á tímanum 4.29.16.

 

Kristján Magnússon setti 4 Akranesmet (drengjaflokki) um helgina, hann setti drengjamet í 100m baksundi á tímanum 1.10.79 en gamla metið átti Birgir Viktor Hannesson á tímanum 1.11.74.
Í sama sundi bætti hann einnig 50m metið sitt sem hann setti í janúar, fór á tímanum 33,32 en eldra metið var 33.62.
Hann setti Akranesmet í 1500m skriðsundi á tímanum 19.11.73, en það met átti Leifur Guðni Grétarsson frá 2004 (19.18,52)
Kristjan bætti drengjametið um 23 sekúndur i 800m skriðsundi á timanum 9.55.17 sem hann setti sjálfur í mai 2018.

Guðbjörg Bjartey setti nýtt Akranesmet i 50m baksundi telpna á timanum 34.75, gamla metið átti Daisy Heimisdóttir 35.33 frá 2005.
Hún átti góða helgi og bætti sig vel, hún endaði í 7. Sæti í 50m bringusundi á tímanum 36.62 og bætti sig um sekúndu. Hún náði einnig 7 sæti í 100m bringusundi og bætti sig þar um 2 sek. og fór á tímanum 1.20,01.Í 200m bringusundi synti hún á 2.56.71, bæting um 7 sek. og hafnaði hún í 7 sæti.
Hún synti einnig vel í 50 og 100m skriðsundi og bætti sig vel. Í 50m skriðsundi synti hún á 29,17 en átti tímann 30,77. Í 100m synti hún á 1.04.45 en átti 1.06.42

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir átti einnig mjög góða helgi og endaði í 5. sæti í 50m bringusundi á tímanum 35.08, aðeins 0,3 sek frá bronsinu.
Í 100m bringusundi hafnaði hún í 6. sæti á tímanum 1.19.49, tími hennar í morgunhlutanum var 1.18.98 og í 200m bringusundi synti hún við sinn besta tíma, endaði í 6. sæti á tímanum 2.55.94.

Atli Vikar Ingimundarsson var í hörkubaráttu um 3. sætið í 100m flugsundi og endaði að lokum í 5. sæti, á tímanum 1.01.28 sem var rétt um hálfri sekúndu á eftir bronsverðlaunasæti.
Sama sagan var í  50m flugsundi þar sem mjótt var á munum og hafnaði hann í  5. sæti á tímanum 27,49.

Erlend Magnusson var við sinn besta tíma í 50m baksundi á tímanum 30.88 og hafnaði í 6. Sæti, í 50m flugsundi var hann í 8. Sæti, bætti tímann sinn vel eða í 29.08 frá tímanum 29.45.

Ingibjörg Svava Magnúsardóttir átti gott sund í  200m skriðsundi þar sem hún bætti sig um 4 sek. og synti á tímanum 2.26.34. Ingibjörg Svava tók einnig þátt í mörgum boðsundum og stóð sig mjög vel..

Sindri Andreas Bjarnason mætti veikur til leiks á IM en ákvað að láta á það reyna þar sem hann var búinn að leggja mikla vinnu í undirbúning. Hann bætti sig vel í 50m skriðsundi á tímanum 26.35 en fyrir átti hann 26.60, í  100m flugsundi bætti hann sig um 1,6 sek. og synti á tímanum  1.05.00. Á laugardagsmorgni synti 100m skriðsund á tímanum 57.72 en fyrir átti hann 58.06, mjög góð bæting en svo var það ljóst að hann hafði ekki heilsu í að halda áfram og var tekin ákvörðun um að synda ekki meir. Sindri sýndi það að hann á helling inni og verður spennandi að fylgjast með honum næstu mánuði.

Úrslit helgarinnar hjá sundfélagi Akranes urðu þessi :

  1. Sæti
    Brynhildur Traustadóttir   200m, 400m og 1500m skriðsund
    Enrique Snær Llorens Siguðrsson  400m fjórsund
  1. sæti
    4×200 skriðsund karlar (Sindri Andreas, Snær Llorens, Atli Vikar, Kristján)
  2. Sæti
    Atli Vikar Ingimundarsson   50m og 100m flugsund
    Ragnheiður Karen Ólafsdóttir   50m bringusund
    Brynhildur Traustadóttir  800m skriðsund
    4×100 skriðsund blandað (Atli Vikar, Snær Llorens, Brynhildur, Guðbjörg Bjartey)
  1. Sæti
    Enrique Snær Llorens Siguðrsson  200m fjórsund og 800m skriðsund
    Erlend Magnússon  50m baksund
    Ragnheiður Karen Ólafsdóttir   100m og 200m bringusund
    4×100 skriðsund konur (Guðbjörg Bjartey, Ragnheiður Karen, Ingibjörg Svava, Brynhildur)
    4×200 skriðsund konur (Brynhildur, Ragnheiður, Guðbjörg Bjartey, Ingibjörg Svava)
    4×100 fjórsund karlar (Kristján, Snær Llorens, Atli Vikar, Erlend)
    4×100 fjórsund konur  (Brynhildur, Ragnheiður Karen, Guðbjörg Bjartey, Ingibjörg Svava)
    4×100 fjórsund blandað (Erlend, Ragnheiður Karen, Atli Vikar, Brynhildur Traustadóttir)
  1. sæti
    Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir  50, 100 og 200m bringusund
    4×100 skriðsund karlar (Atli, Kristjan, Erlend, Snær)
  2. sæti
    Erlend Magnússon  50m flugsund
Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content