Íslandsmeistaramót í 50m laug fór fram um síðustu helgi í Laugardalslauginni í Reykjavík. Átti Sundfélag Akranes þar níu keppendur. Alls tók 172 sundmenn þátt frá 15 félögum.
Sundkrakkarnar áttu mjög góða helgi og stemningin í hópnum var frábær. Sundfélagið uppskar 4 bronsverðlaun og 6 Akranesmet, persónlegar bætingar voru alls 42 og syntu þau 17 sinnum til úrslita á mótinu.
Brynhildur Traustadóttir vann 3 brons um helgina, fyrst i 400m skriðsundi, bætti sig um heilar 8 sekúndur og fór á tímanum 4.30.63.
Í 1500m skriðsundi synti Brynhildur á nýju Akranesmeti, hún synti á tímanum 18.08.15 sem er bæting hjá henni um 23 sekúndur frá meti sem hún setti í Ásvallarlaug fyrir aðeins þrem vikum síðan.
Þriðja bronsið fékk hún svo í 200m skriðsundi en þar bætti hún tímann sinn um 2.12.35 sek.
Brynhildur synti sig einnig í úrslit í 50 og 100m skriðsundi en ákvað að sleppa þeim sundum til að geta einbeitt sér að öðrum úrslitasundum.
Enrique Snær Llorens vann brons í 400m fjórsundi með bætingu um 7 sek. á tímanum 5.00,39. Frábært sund hjá Enrique.
Enrique Snær bætti sig svo um 2.5 sek í 200m fjórsundi og endaði í 6. sæti í sínu fyrsta úrslitasundi á laugardaginn, hann hafnaði svo í 6. sæti í 800m skriðsundi á tímanum 9.25.88, bætti sig þar með um 8 sekúndur frá SH mótinu sem var fyrir þrem vikum síðan.
Hann bætti sig einnig vel í 400m skriðsundi eða um 5 sek. og fór á tímanum 4.29.16.
Kristján Magnússon setti 4 Akranesmet (drengjaflokki) um helgina, hann setti drengjamet í 100m baksundi á tímanum 1.10.79 en gamla metið átti Birgir Viktor Hannesson á tímanum 1.11.74.
Í sama sundi bætti hann einnig 50m metið sitt sem hann setti í janúar, fór á tímanum 33,32 en eldra metið var 33.62.
Hann setti Akranesmet í 1500m skriðsundi á tímanum 19.11.73, en það met átti Leifur Guðni Grétarsson frá 2004 (19.18,52)
Kristjan bætti drengjametið um 23 sekúndur i 800m skriðsundi á timanum 9.55.17 sem hann setti sjálfur í mai 2018.
Guðbjörg Bjartey setti nýtt Akranesmet i 50m baksundi telpna á timanum 34.75, gamla metið átti Daisy Heimisdóttir 35.33 frá 2005.
Hún átti góða helgi og bætti sig vel, hún endaði í 7. Sæti í 50m bringusundi á tímanum 36.62 og bætti sig um sekúndu. Hún náði einnig 7 sæti í 100m bringusundi og bætti sig þar um 2 sek. og fór á tímanum 1.20,01.Í 200m bringusundi synti hún á 2.56.71, bæting um 7 sek. og hafnaði hún í 7 sæti.
Hún synti einnig vel í 50 og 100m skriðsundi og bætti sig vel. Í 50m skriðsundi synti hún á 29,17 en átti tímann 30,77. Í 100m synti hún á 1.04.45 en átti 1.06.42
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir átti einnig mjög góða helgi og endaði í 5. sæti í 50m bringusundi á tímanum 35.08, aðeins 0,3 sek frá bronsinu.
Í 100m bringusundi hafnaði hún í 6. sæti á tímanum 1.19.49, tími hennar í morgunhlutanum var 1.18.98 og í 200m bringusundi synti hún við sinn besta tíma, endaði í 6. sæti á tímanum 2.55.94.
Atli Vikar Ingimundarsson var í hörkubaráttu um 3. sætið í 100m flugsundi og endaði að lokum í 5. sæti, á tímanum 1.01.28 sem var rétt um hálfri sekúndu á eftir bronsverðlaunasæti.
Sama sagan var í 50m flugsundi þar sem mjótt var á munum og hafnaði hann í 5. sæti á tímanum 27,49.
Erlend Magnusson var við sinn besta tíma í 50m baksundi á tímanum 30.88 og hafnaði í 6. Sæti, í 50m flugsundi var hann í 8. Sæti, bætti tímann sinn vel eða í 29.08 frá tímanum 29.45.
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir átti gott sund í 200m skriðsundi þar sem hún bætti sig um 4 sek. og synti á tímanum 2.26.34. Ingibjörg Svava tók einnig þátt í mörgum boðsundum og stóð sig mjög vel..
Sindri Andreas Bjarnason mætti veikur til leiks á IM en ákvað að láta á það reyna þar sem hann var búinn að leggja mikla vinnu í undirbúning. Hann bætti sig vel í 50m skriðsundi á tímanum 26.35 en fyrir átti hann 26.60, í 100m flugsundi bætti hann sig um 1,6 sek. og synti á tímanum 1.05.00. Á laugardagsmorgni synti 100m skriðsund á tímanum 57.72 en fyrir átti hann 58.06, mjög góð bæting en svo var það ljóst að hann hafði ekki heilsu í að halda áfram og var tekin ákvörðun um að synda ekki meir. Sindri sýndi það að hann á helling inni og verður spennandi að fylgjast með honum næstu mánuði.
Úrslit helgarinnar hjá sundfélagi Akranes urðu þessi :
- Sæti
Brynhildur Traustadóttir 200m, 400m og 1500m skriðsund
Enrique Snær Llorens Siguðrsson 400m fjórsund
- sæti
4×200 skriðsund karlar (Sindri Andreas, Snær Llorens, Atli Vikar, Kristján) - Sæti
Atli Vikar Ingimundarsson 50m og 100m flugsund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50m bringusund
Brynhildur Traustadóttir 800m skriðsund
4×100 skriðsund blandað (Atli Vikar, Snær Llorens, Brynhildur, Guðbjörg Bjartey)
- Sæti
Enrique Snær Llorens Siguðrsson 200m fjórsund og 800m skriðsund
Erlend Magnússon 50m baksund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100m og 200m bringusund
4×100 skriðsund konur (Guðbjörg Bjartey, Ragnheiður Karen, Ingibjörg Svava, Brynhildur)
4×200 skriðsund konur (Brynhildur, Ragnheiður, Guðbjörg Bjartey, Ingibjörg Svava)
4×100 fjórsund karlar (Kristján, Snær Llorens, Atli Vikar, Erlend)
4×100 fjórsund konur (Brynhildur, Ragnheiður Karen, Guðbjörg Bjartey, Ingibjörg Svava)
4×100 fjórsund blandað (Erlend, Ragnheiður Karen, Atli Vikar, Brynhildur Traustadóttir)
- sæti
Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 50, 100 og 200m bringusund
4×100 skriðsund karlar (Atli, Kristjan, Erlend, Snær) - sæti
Erlend Magnússon 50m flugsund