ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ísak Bergmann og Oliver Norðurlandameistarar með U-16 ára landsliðinu

Ísak Bergmann og Oliver Norðurlandameistarar með U-16 ára landsliðinu

11/08/18

#2D2D33

Drengjalandslið Íslands skipað leikmönnum 16 ára yngri tryggði sér sigur á Norðurlandamótinu sem haldið var í Færeyjum með sigri á Finnlandi í úrslitaleik í dag.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson sigurmarkið í leiknum með fallegum skalla. Ísak Bergmann er 15 ára gamall og spilar með yngri flokkum KFÍA en faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari mfl karla.

Annar Skagamaður, hinn 16 ára Oliver Stefánsson, var svo fyrirliði liðsins í úrslitaleiknum en foreldra hans þekkir fótboltaáhugafólk á Akranesi vel, Stefán Þórðarson og Magnea Guðlaugsdóttir.

Drengjalandsliðið spilaði fjóra leiki á Norðurlandamótinu, Oliver spilaði þá alla, gerði eitt mark og var fyrirliði í tveimur leikjum, Ísak Bergmann lék einnig alla leikina og skoraði tvö mörk á mótinu.

Full ástæða er að óska þessum frábæru strákum til hamingju með Norðurlandameistaratitilinn, þeir eru vel að þessu komnir.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content