Þessa dagana stendur yfir innritun í nýtt leyfiskerfi FSÍ (Fimleikasamband Íslands). Sú breyting hefur orðið á að allir keppnis-iðkendur 8 ára og eldri hljóta ekki keppnisrétt nema að vera skráðir í kerfið. Stjórn FIMA hefur tekið þá ákvörðun að skrá einungis þá iðkendur sem hafa greitt eða standa í skilum með æfingjagjöld.
Hægt er að ganga frá greiðslu á vef NÓRA (https://ia.felog.is/) og hvetjum við alla til að gera slíkt sem fyrst til að unnt sé að tryggja keppnisrétt iðkenda. Einnig hvetjum við forráðamenn að senda okkur tölvupóst á framkvst@fima.is ef iðkandi er hættur svo unnt sé að vinna á biðlistum þar sem við á.
Með fyrirfram þökk,
stjórn FIMA