Sundmenn SA stóðu sig mjög vel á ÍM 25 þetta árið. Sundmennirnir mættu vel undirbúin til keppni, í mjög góðu líkamlegu formi og með afar gott og jákvætt viðhorf enda voru úrslitin góð eftir því. Um helgina féllu 35 persónuleg met.
SA fékk tvo Íslandsmeistara -þrjá Íslandsmeistaratitla
Sævar Berg Sigurðsson vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 200m bringusundi þar sem hann bætti sig um heilar 6,5 sekúndur og kom í mark á tímanum 2.21, 03 mín. Hann háði mjög harða keppni við Baldvin Sigmarsson frá ÍRB alla 200 metrana. Baldvin var rétt á undan þegar 25m voru eftir en Sævar var sterkari á síðustu metrunum og snerti bakkann 0,03 sek á undan Baldvini. Ágúst Júlíusson varði titil sinn sem besti flugsundsmaður Íslands og vann 50 og 100m flugsund með góðu forskoti.
Ágúst Júlíusson Íslandsmeistari 2015 í 50m og 100m flugsundi og Sævar Berg Sigurðsson Íslandsmeistari í 200m bringusundi.
Sævar Berg vann til silfurs í 100m bringusundi.
Boðsundssveit karla í 4x100m fjórsundi vann brons