ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA vann sigur á Soccerviza frá Bandaríkjunum í æfingaleik

ÍA vann sigur á Soccerviza frá Bandaríkjunum í æfingaleik

12/02/18

#2D2D33

Meistaraflokkur karla tók á móti bandaríska liðinu SVFC (SoccerViza Football Club) frá Connecticut í æfingaleik í Akraneshöll á sunnudaginn.

Í þessum leik fengu ungu strákarnir að mestu leyti að spreyta sig ásamt eldri og reyndari leikmönnum. Skemmst er frá því að segja að ÍA var betri aðilinn í fyrri hálfleik og liðið skapaði sér nokkur álitleg færi.

Um miðjan hálfleikinn komust Skagamenn svo yfir þegar Alexander Már Þorláksson skoraði eftir fyrirgjöf frá Marinó Hilmari Ásgeirssyni. Gestirnir frá Bandaríkjunum náðu ekki að ógna marki ÍA að miklu leyti og staðan því 1-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik héldu Skagamenn áfram að sækja að marki gestanna og það skilaði marki á 61. mínútu þegar Gylfi Brynjar Stefánsson skoraði með góðu skoti eftir nokkra þvögu fyrir framan mark SVFC.

Það sem eftir lifði leiks hélt ÍA áfram að sækja og skapa sér færi án þess að skora. Gestirnir náðu svo aldrei að nýta sín marktækifæri þegar þau sköpuðust. Leikurinn endaði því 2-0 fyrir ÍA þar sem ungu strákarnir fengu að láta ljós sitt skína.

Edit Content
Edit Content
Edit Content