Meistaraflokkur karla leikur sinn þriðja leik í Inkasso-deild karla á morgun, föstudag, þegar liðið fær Hauka í heimsókn. Leikurinn fer fram á Norðurálsvelli og hefst kl. 19:15.
Skagamenn hafa byrjað Inkasso-deildina af krafti og unnið báða fyrstu leiki liðsins. Vonandi mun strákunum áfram ganga vel og halda efsta sæti deildarinnar eins lengi og kostur er á.
Við hvetjum Skagamenn til að mæta á völlinn á morgun og styðja strákana til sigurs.