Meistaraflokkur kvenna mætti Keflavík í fjórðu umferð Íslandsmótsins sem fram fór við frekar erfiðar aðstæður á Norðurálsvelli.
Bæði lið glímdu við strekkingsvind og töluverða rigningu á köflum sem stjórnaði flæði leiksins að miklu leyti. Mikið var um langar sendingar fram völlinn en vindurinn tók boltann oftast og liðin áttu erfitt með að fóta sig og byggja upp spil.
Keflavík komst þó yfir á 39. mínútu þegar Anita Lind Daníelsdóttir skoraði eftir góða sókn. ÍA var þó ekki lengi að jafna metin en á 43. mínútu skoraði Bergdís Fanney Einarsdóttir með góðu skoti. Fátt markvert gerðist eftir þetta og staðan jöfn í hálfleik 1-1.
Í seinni hálfleik reyndu bæði lið að skapa sér fær en aðstæður gerðu það erfitt. Keflavík komst aftur yfir á 60. mínútu þegar Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eftir skyndisókn. Skagamenn sóttu af krafti það sem eftir lifði leiks en mjög erfiðlega gekk að skapa sér álitleg færi. Nokkrar efnilegar sóknarlotur litu þó dagsins ljós en ekki náðist að jafna metin. Keflavík vann því leikinn 1-2.
Að vanda var valinn maður leiksins úr Skagaliðinu og að þessu sinni varð Bergdís Fanney Einarsdóttir fyrir valinu.
Næsti leikur er gegn Hömrunum í Boganum á Akranesi laugardaginn 10. júní kl. 14:00.