ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA tapaði gegn Grindavík í Lengjubikarnum

ÍA tapaði gegn Grindavík í Lengjubikarnum

10/04/17

#2D2D33

Skagamenn mættu Grindavík í átta liða úrslitum Lengjubikarsins í Akraneshöll í kvöld. Ljóst var að sigurvegarar þessa leiks myndu mæta KA fyrir norðan í undanúrslitum.

Grindavík hóf leikinn af krafti og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 0-2 fyrir gestina eftir klaufagang í vörn ÍA. Hafþór Pétursson minnkaði muninn fyrir ÍA á 15. mínútu með góðu skoti og Skagamenn áttu ágæt færi til að jafna metin. Grindvíkingar nýttu sínar sóknir til fullnustu og skoruðu þriðja markið skömmu fyrir hálfleik.

ÍA hóf seinni hálfleik af auknum sóknarþunga og reyndi að komast aftur inn í leikinn. Þrátt fyrir góð marktækifæri náðist samt ekki að skora fleiri mörk í leiknum. Grindavík beitti öflugum skyndisóknum og úr einni slíkri skoruðu þeir sitt fjórða mark og kláruðu þar með leikinn endanlega.

Skagamenn hafa því lokið keppni í Lengjubikarnum í ár og þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik í Íslandsmótinu til að bæta leik sinn.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content