ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA-Stjarnan á Norðurálsvelli

ÍA-Stjarnan á Norðurálsvelli

16/09/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla tekur á móti Stjörnunni í 20. umferð Pepsideildarinnar hér á Norðurálsvellinum á morgun, sunnudaginn 17. september. Leikurinn hefst kl. 16:00

Bæði lið hafa að miklu að keppa, okkar menn munu berjast allt til enda fyrir áframhaldandi veru í Pepsideildinni á meðan Stjarnan eygir ennþá von um að landa Íslandsmeistaratitlinum. Við erum 7 stigum á eftir Fjölni sem situr í 10. sætinu, Stjarnan 7 stigum á eftir Val á toppnum.

Liðin hafa mæst 10 sinnum á síðustu 4 árum. 5 leikjum hefur lokið með sigri Stjörnunnar, 2 með jafntefli og 3 með sigri Skagamanna, sá síðasti kom einmitt í heimaleiknum í deildinni hér í fyrrasumar. Markatalan er jöfn, hvort lið hefur skorað 20 mörk, sem gefur okkur meðaltal upp á 4 mörk í leik.

En nú horfir enginn um öxl. Staðurinn er Norðurálsvöllur. Andstæðingurinn er Stjarnan. 17 stig á töfluna í lok dags.

Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, hafði þetta að segja fyrir leikinn: “Mér líst vel á leikinn á morgun. Hópurinn er í frábæru standi, það er stutt á milli leikja og það er alveg eins og við viljum hafa það. Við erum vel undirbúnir fyrir hörkuleik. Stjarnan hefur sýnt það í sumar að þeir eru með eitt besta lið deildarinnar en þeim hefur ekki gengið vel hér og það er planið að halda því þannig. Með góðum stuðningi stefnum við á að taka stigin úr þessum leik. Stuðningurinn hefur verið frábær að undanförnu og vonum við að sem flestir mæti og haldi áfram að styðja okkur í þessari baráttu sem við erum í”.

Allir á völlinn, komum nú og hvetjum sem aldrei fyrr.

Áfram ÍA!

 

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content