ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA sótti mikilvægan útisigur á Þór

ÍA sótti mikilvægan útisigur á Þór

18/03/17

#2D2D33

ÍA sigraði Þór frá Akureyri í Boganum 2-3 í fjórða leik liðanna í Lengjubikar karla 2017.

Skagamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og Stefán Teitur Þórðarson skoraði með góðum skalla á 29. mínútu. Þórsarar fengu nokkur færi sem þeir nýttu ekki og ÍA ógnaði á köflum marki heimamanna en það náðist ekki að klára færin.

Í seinni hálfleik komu Þórsarar sterkir inn og jöfnuðu metin eftir þriggja mínútna leik þegar Gunnar Örvar Stefánsson skoraði gott mark. Einungis mínútu síðar náði Albert Hafsteinsson að skora með föstu skoti og koma ÍA aftur yfir í leiknum. Það var svo á 67. mínútu sem Steinar Þorsteinsson skoraði þriðja mark Skagamanna með frábæru skoti efst í markhornið.

Þór reyndi að minnka muninn og á 75. mínútu fengu þeir vítaspyrnu þegar Robert Menzel braut á sóknarmanni þeirra í vítateig ÍA. Robert var rekinn útaf með sitt annað gula spjald en Ingvar Þór Kale gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Gunnars Örvar Stefánssonar virkilega vel.

Ragnar Már Lárusson var svo rekinn útaf á 86. mínútu með beint rautt spjald þegar dómari leiksins vildi meina að hann hefði sparkað í mótherja. Skagamenn voru þar með orðnir tveimur leikmönnum færri og enn nokkuð eftir af leiknum. Í uppbótartíma skoraði Jón Björgvin Kristjánsson fyrir Þór og staðan orðin 2-3 fyrir ÍA. Skagamenn héldu samt út og lönduðu miklum karaktersigri fyrir norðan.

Tólf stig eru nú komin í hús og ÍA orðið öruggt í úrslitakeppnina.

Þór 2-3 ÍA

0-1 Stefán Teitur Þórðarson (´29)

1-1 Gunnar Örvar Stefánsson (´48)

1-2 Albert Hafsteinsson (´49)

1-3 Steinar Þorsteinsson (´67)

2-3 Jón Björgvin Kristjánsson (´92)

Edit Content
Edit Content
Edit Content