ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA nældi í mikilvægt stig fyrir norðan

ÍA nældi í mikilvægt stig fyrir norðan

14/06/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti KA í sjöunda leik Íslandsmótsins sem fram fór við ágætar aðstæður á Akureyrarvelli.

KA byrjaði leikinn af miklum krafti og skapaði sér fjölda álitlegra færa eftir því sem leið á hálfleikinn. Þrátt fyrir það náðu liðið ekki að nýta marktækifæri sín. Skagamenn beittu skyndisóknum og byggðu á sterkum varnarleik sem hafði verið veiki hlekkur liðsins á tímabilinu. Liðið fékk nokkur hálffæri en náði sjaldan að ógna marki heimamanna mikið. Staðan í hálfleik var því 0-0.

Seinni hálfleikur hófst svo svipað og sá seinni endaði. KA sótti meira og spilaði af skynsemi en Skagamenn voru meira til baka og reyndu að skapa sér færi eftir því sem tækifæri gafst. Þrátt fyrir mörg góð færi náðu heimamenn ekki að nýta tækifærin þegar þau buðust. ÍA komst mun meira inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn og fékk nokkur mjög góð færi sem misfórust.

Það fór svo að lokum að leikurinn endaði með markalausu jafntefli þar sem Skagamenn náðu loks að halda hreinu og spila góðan varnarleik. Munaði svo litlu að ein af skyndisóknum liðsins hefði skilað sigurmarkinu.

Næsti leikur er gegn Fjölni á Norðurálsvelli mánudaginn 19. júní kl. 19:15.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content