ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA mætir Val í Lengjubikarnum

ÍA mætir Val í Lengjubikarnum

29/03/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla spilar við Val kl. 18 á Valsvellinum á morgun. Leikurinn átti upphaflega að vera kl. 20 en hefur verið færður fram til kl. 18, eins og áður segir.

Þetta er úrslitaleikur um hvort liðið muni vinna riðilinn í Lengjubikarnum en þau hafa unnið alla sína fjóra leiki og eru með 12 stig. Valur er þó með betra markahlutfall og dugar því jafntefli til að vinna riðilinn en ÍA verður að vinna leikinn til að enda í efsta sæti. Bæði lið eru þó örugg áfram í úrslitakeppnina.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta og styðja við bakið á strákunum okkar í þessum leik á útivelli.

Edit Content
Edit Content
Edit Content