ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA mætir Gróttu í Akraneshöll á morgun

ÍA mætir Gróttu í Akraneshöll á morgun

27/11/15

#2D2D33

Á morgun, laugardaginn 28.nóvember kl.11:00 fer fram æfingaleikur í mfl.karla þegar ÍA mætir Gróttu. Þetta er annar æfingaleikur liðsins en á dögunum lagði ungt lið Skagamanna lið Grindavíkur með fjórum mörkum gegn engu.

 

“Allur hópurinn hefur nú hafið æfingar að nýju en þeir sem léku í Pepsi deild í sumar fengu aðeins lengra frí. Það gaf okkur kærkomið tækifæri til að vinna með yngri leikmönnum. Það virkaði vel og þeir strákar stóðu sig mjög vel í þann tíma. Þessi hópur átti síðan fínan leik gegn Grindavík og unnu 4-0. Þannig að það er óhætt að segja að þeir hafi heldur betur minnt á sig og nýtt sitt tækifæri vel. Elstu leikmenn liðsins verða áfram ónotaðir nú um helgina gegn Gróttu en þeir koma svo inní leikinn gegn KR á fimmtudaginn. Æfingar hafa gengið vel það sem af er vetri og allir leikmenn liðsins eru komnir af stað” segir Jón Þór Hauksson aðstoðarþjálfari Mfl.karla.

 

Leikir ÍA fram að jólum eru ásamt þessum leik um helgina:

 

KR-ÍA fimmtudaginn 3.des kl.20:00 (Egilshöll)
ÍA-HK laugardaginn 12.des kl.11:00 (Akraneshöll)

 

Eftir áramót hefst síðan Fótbolta.net-mótið 9.janúar.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content