ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA-HK 6-2

ÍA-HK 6-2

14/12/15

#2D2D33

ÍA mætti 1.deildarliði HK síðastliðinn laugardag í síðasta æfingaleik liðsins fyrir jól. Strákarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir aðeins þriggja mínútna leik skoraði Steinar Þorsteinsson eftir góða sendingu frá Jóni Vilhelm. Steinar bætti öðru marki við á 6.mínútu með glæsilegu marki. Hann skoraði þá með laglegu skoti úr vítateignum. Staðan því 2-0 eftir aðeins 6.mínutur en HK minnkaði muninn aðeins þremur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik þrátt fyrir góðar sóknir.

 

Lið ÍA í fyrri hálfleik:

 

Páll Gísli


Andri Geir-Hafþór-Guðfinnur

Arnar Freyr                                         Aron Ingi

Hallur-Arnór Sig

Steinar

Jón Vilhelm-Ásgeir M

 

Eins og gegn KR voru gerðar níu breytingar á Skagaliðinu í hálfleik. Skagamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti eins og þann fyrri. Ásgeir Marteinsson skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 50.mínútu. Tryggvi Haraldsson kom ÍA í 4-1 eftir góða sendingu frá Ármanni Smára. Einkar vel gert hjá Tryggva sem tók boltann vel niður, lék á varnarmenn og skoraði flott mark á 58.mínútu. HK minnkaði muninn í 4-2 aðeins mínútu síðar þegar fyrrverandi leikmaður ÍA Fannar Freyr skoraði með laglegu skoti. Eggert Kári skoraði fimmta mark ÍA á 73.mínútu eftir góðan undirbúning frá Tryggva. Eggert skoraði sitt annað mark og lokamark leiksins á 81.mínútu eftir góða sendingu frá Arnari Má. Lokatölur því 6-2 í bráðskemmtilegum leik.

Lið ÍA í seinni hálfleik:

Árni Snær


Þórður-Gylfi-Ármann-Aron Ingi (Arnar Freyr 82.mín)


Eggert-Arnar Már-Albert-Óli Valur (Oliver 78.mín)


Ásgeir M (Stefán Teitur 70.mín)-Tryggvi H

 

Við heyrðum í Jóni Þór Haukssyni aðstoðarþjálfara eftir leik.


“Við erum gríðarlega ánægðir með þessa leiki undanfarið. Hópurinn er í virkilega góðu standi og æfingar hafa gengið vel í vetur. Ungu leikmennirnir sem hafa fengið tækifæri hjá okkur hafa staðið virkilega vel, þeir hafa komið með aukin kraft og hraða inná æfingar hjá okkur. Eldri leikmennirnir mega hafa sig alla við að halda í við þá. Það má því segja að þrátt fyrir að hafa aðeins fengið einn nýjan leikmann til liðs við okkur að þá hafi engu að síður hópurinn stækkað og það er aukin samkeppni um stöður í liðinu. Það hefur sýnt sig í þessum leikjum að við höfum verið að gera níu breytingar í hálfleik bæði gegn KR og HK. KR leikurinn var að mörgu leyti mjög góður líka. Það var að vísu slæmt að tapa þeim leik og algjör óþarfi því við vorum síst lakari í þeim leik.”

KR vann þann leik 1-0 með marki á lokamínútu þess leiks.

“Liðið fer í jólafrí 17.des en við erum mjög spenntir fyrir framhaldinu því við spilum gegn sterkum liðum í fótbolti.net mótinu í janúar” sagði Jón Þór.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content