ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA-Grindavík 4-0

ÍA-Grindavík 4-0

16/11/15

#2D2D33

Fyrsti æfingaleikur vetrarins fór fram á laugardaginn þegar okkar menn lögðu lið Grindavíkur með fjórum mörkum gegn engu. Leikurinn byrjaði vel fyrir Skagamenn því eftir aðeins 6.mínútna leik skoraði Eggert Kári eftir góðan undirbúning Hilmars Halldórssonar. Strákarnir náðu ekki að bæta við mörkum í fyrri hálfleik þrátt fyrir ágæta spilamennsku og góð færi. Staðan var því 1-0 í hálfleik.

Líkt og í fyrri hálfleik byrjuðu strákarnir af krafti og juku forystuna í 2-0 á 50.mínútu. Nú var það Hilmar sem skoraði sjálfur eftir góða sendingu Steinars Þorsteinssonar. Á 71 mínútu skoraði síðan Alexander Örn Kárason eftir frábæran samleik við Stefán Teit, staðan því orðin 3-0. Í lokin skoruðu svo gestirnir sjálfsmark og lokatölur því 4-0.

Byrjunarlið ÍA:

Guðmundur Sigurbjörnsson

Arnar Freyr Sigurðsson-Andri Geir Alexandersson-Sverrir Mar Smárason-Sigurjón Guðmundsson

Hilmar Halldórsson-Oliver Bergmann-Helgi Jónsson-Kristófer Garðarsson

Eggert Karlsson-Matthías Ólafsson

Skiptingar:
45.mín Guðfinnur Þór Leósson – Andri Geir Alexandersson
45.mín Stefán Teitur Þórðarson – Matthías Ólafsson
47.mín  Steinar Þorsteinsson – Kristófer Garðarsson
56.mín Aron Ingi Kristinnsson – Sigurjón Guðmundsson
60.mín Alexander Örn Kárason – Hilmar Halldórsson
63.mín Albert Hafsteinsson – Oliver Bergmann
67.mín Árni Þór Árnason – Arnar Freyr Sigurðsson
67.mín Hlynur Jónsson – Eggert Kári Karlsson
70.mín Ásgeir Marteinsson – Helgi Jónsson
70.mín Gylfi Veigar Gylfason – Sverrir Mar Smárason
78.mín Hallur Flosason – Albert Hafsteinsson
78.mín Ásgrímur Jóhannesson – Guðmundur Sigurbjörnsson

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content