Meistaraflokkur kvenna heimsækir Keflavík í Inkasso-deildinni á morgun, þriðjudag. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram á Nettóvellinum.
Skagastelpur hafa byrjað tímabilið vel og eru í toppbaráttunni með níu stig, aðeins tveimur stigum á undan Keflavík sem á leik til góða. Því er ljóst að bæði lið munu leggja allt undir til að ná þremur stigum á morgun.
Við hvetjum Skagamenn til að leggja upp í ferð á morgun á Nettóvöllinn og styðja stelpurnar til sigurs gegn Keflavík.